Innlent

Rok, rigning, él og gular við­varanir

Atli Ísleifsson skrifar
Það snýst í suðvestan 15-23 m/s síðdegis með éljum og kólnandi veðri, en rofar til um landið austanvert.
Það snýst í suðvestan 15-23 m/s síðdegis með éljum og kólnandi veðri, en rofar til um landið austanvert. veðurstofan

Landsmenn mega von á bæði mikilli rigningu og úrkomu víðs vegar um land í dag. Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. Mjög hlýtt er á á landinu og er búist við hita allt að 13 stigum norðaustanlands.

Gular viðvaranir taka gildi víðs vegar um land í kvöld og fram á annað kvöld – Á Vestfjörðum, Breiðafirði, Faxaflóa, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og á hálendinu.

„Það snýst í suðvestan 15-23 m/s síðdegis með éljum og kólnandi veðri, en rofar til um landið austanvert. Á morgun verður svo áframhaldandi suðvestanátt og éljagangur um landið sunnan- og vestanvert, en bjartviðri fyrir austan. Frost víða 0 til 5 stig.

Það bætir í vind norðvestan- og vestanlands í kvöld, þá ganga gular hríðarviðvaranir í gildi í tilheyrandi landshlutum og gilda þær fram eftir degi á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðvestan og vestan 15-23 m/s, en 18-25 NV-til framan af degi. Éljagangur, en yfirleitt léttskýjað austantil á landinu. Frost 0 til 5 stig.

Á föstudag: Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en þurrt austanlands. Vægt frost. Vaxandi austlæg átt sunnantil um kvöldið með snjókomu og hægt hlýnandi veðri.

Á laugardag: Hvöss austlæg átt, slydda eða rigning með suðurströndinni en annars snjókoma. Hiti 0 til 4 stig syðst, en annars vægt frost.

Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt með snjókomu eða éljum víða. Kólnandi veður.

Á mánudag og þriðjudag: Líkur á norðlægri átt með snjókomu norðanlands, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.