Forsætisráðherra ber af sér ásakanir þingmanns um lygar Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 21:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir málflutning Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að hún hafi logið í þingsal um þróun ráðstöfunartekna Íslendinga dapurlegan og til þess fallinn að rýra traust á stjórnmálum. Björn Leví taldi framsetningu Katrínar blekkjandi í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag. Gagnrýni Björns Leví beindist að orðum forsætisráðherra í umræðu um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs þar sem Katrín fullyrti að árið 2018 hefðu ráðstöfunartekjur lægstu tíundar samfélagsins aukist mest á meðan efsta tíundin lækkaði. Þingmaðurinn taldi forsætisráðherra þannig „ljúga með tölfræði“, að því er sagði í frétt RÚV í dag. Tekjur efstu tíundarinnar hefðu aukist um 73,1% frá 10. áratug síðustu aldar á sama tíma og tekjur þeirra lægstu hefðu hækkað um 40,2%. Í Facebook-færslu sem Katrín birti í kvöld áréttaði forsætisráðherra að hún hefði aðeins borið saman árin 2017 og 2018 í ræðu sinni. Upplýsingarnar hafi byggt á Tekjusögunni, gagnagrunni stjórnvalda með upplýsingum um ráðstöfunartekjur Íslendinga frá 1991 til 2018. Tók Katrín dæmi fyrir árið 2018 af ráðstöfunartekjum hjóna og sambúðarfólk eftir ólíkum tekjuflokkum. „Ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks á vinnualdri í lægstu tekjutíund með 1-2 börn námu 502 þúsund krónum á mánuði án fjármagnstekna á árinu 2017 en voru 21 þúsund krónum hærri á árinu 2018. Hjón og sambúðarfólk í 5. tekjutíund voru með 804 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur árið 2017 en 19 þúsund krónum hærri árið 2018. Í 10. tekjutíund voru hjón og sambúðarfólk með 1.610 þúsund krónur á mánuði árið 2017 en 15 þúsund krónum hærri árið 2018. Jöfnuður hefur því aukist á milli tekjutíunda hvort sem er í krónum eða prósentum,“ skrifaði Katrín. Vísaði Katrín til lífskjarasamninganna, skattkerfisbreytinga og breytinga á bótakerfum um að frekari jöfnunar ráðstöfunartekna væri að vænta á árunum 2019 og 2020. „Það er hins vegar ekki svo að staðan sé góð á öllum sviðum. Enn er mikið verk óunnið við að bæta og jafna kjör. Tekjusögunni er einmitt ætlað að sýna og vekja umræðu um hvar við getum staðið okkur betur,“ sagði Katrín. Gagnrýndi hún Björn Leví fyrir málflutning sinn á Alþingi í dag. „Það er dapurlegur málflutningur að saka aðra um lygar vegna þess að menn eru ekki sáttir við að heyra fréttir um aukinn jöfnuð á árinu 2018. Svona málflutningur rýrir traust á stjórnmálum,“ sagði Katrín. Alþingi Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir málflutning Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að hún hafi logið í þingsal um þróun ráðstöfunartekna Íslendinga dapurlegan og til þess fallinn að rýra traust á stjórnmálum. Björn Leví taldi framsetningu Katrínar blekkjandi í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag. Gagnrýni Björns Leví beindist að orðum forsætisráðherra í umræðu um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs þar sem Katrín fullyrti að árið 2018 hefðu ráðstöfunartekjur lægstu tíundar samfélagsins aukist mest á meðan efsta tíundin lækkaði. Þingmaðurinn taldi forsætisráðherra þannig „ljúga með tölfræði“, að því er sagði í frétt RÚV í dag. Tekjur efstu tíundarinnar hefðu aukist um 73,1% frá 10. áratug síðustu aldar á sama tíma og tekjur þeirra lægstu hefðu hækkað um 40,2%. Í Facebook-færslu sem Katrín birti í kvöld áréttaði forsætisráðherra að hún hefði aðeins borið saman árin 2017 og 2018 í ræðu sinni. Upplýsingarnar hafi byggt á Tekjusögunni, gagnagrunni stjórnvalda með upplýsingum um ráðstöfunartekjur Íslendinga frá 1991 til 2018. Tók Katrín dæmi fyrir árið 2018 af ráðstöfunartekjum hjóna og sambúðarfólk eftir ólíkum tekjuflokkum. „Ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks á vinnualdri í lægstu tekjutíund með 1-2 börn námu 502 þúsund krónum á mánuði án fjármagnstekna á árinu 2017 en voru 21 þúsund krónum hærri á árinu 2018. Hjón og sambúðarfólk í 5. tekjutíund voru með 804 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur árið 2017 en 19 þúsund krónum hærri árið 2018. Í 10. tekjutíund voru hjón og sambúðarfólk með 1.610 þúsund krónur á mánuði árið 2017 en 15 þúsund krónum hærri árið 2018. Jöfnuður hefur því aukist á milli tekjutíunda hvort sem er í krónum eða prósentum,“ skrifaði Katrín. Vísaði Katrín til lífskjarasamninganna, skattkerfisbreytinga og breytinga á bótakerfum um að frekari jöfnunar ráðstöfunartekna væri að vænta á árunum 2019 og 2020. „Það er hins vegar ekki svo að staðan sé góð á öllum sviðum. Enn er mikið verk óunnið við að bæta og jafna kjör. Tekjusögunni er einmitt ætlað að sýna og vekja umræðu um hvar við getum staðið okkur betur,“ sagði Katrín. Gagnrýndi hún Björn Leví fyrir málflutning sinn á Alþingi í dag. „Það er dapurlegur málflutningur að saka aðra um lygar vegna þess að menn eru ekki sáttir við að heyra fréttir um aukinn jöfnuð á árinu 2018. Svona málflutningur rýrir traust á stjórnmálum,“ sagði Katrín.
Alþingi Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Sjá meira