Keyptu smámuni með fölsuðum evrum og fengu íslenskar krónur til baka Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 14:09 Einn af fölsuðu seðlunum sem komst í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða seðil sem hægt er að kaupa í Rússlandi, að sögn lögreglu. Lögregla Óprúttnum aðilum tókst um helgina að koma talsvert af fölsuðum evruseðlum í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Svindlararnir keyptu smámuni með seðlunum og fengu afganginn í íslenskum krónum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hópurinn hafi farið víða og orðið sér úti um talsvert af peningum. Svo virðist sem svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi. Þeir herjuðu helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla og greiddu fyrir þjónustuna með „dýrmætum“ seðlum, þ.e. 100 og 200 evrum. Þannig fóru þeir til að mynda stuttar ferðir með leigubílum eða keyptu sígarettur og aðrar smávörur en fengu svo dágóðan afgang í íslenskum krónum. Í tilkynningu segir að fljótt á litið séu seðlarnir sambærilegir evrum. Þeir standist hins vegar ekki nánari skoðun ef fólk viti að hverju á að leita, líkt og nánar er útlistað með myndunum hér að neðan. Lögreglan 1. Þarna stendur efst: СУВЕНИР (borið fram suvenir) og merkir minjagripur. Þá er „R“ í EURO öfugt, „Я“ eða rússneski stafurinn „ya“. 2. Hér er svæði sem á að vera glasandi en er matt þar sem um einfalda prentun er að ræða. Þetta á jafnt við um 100 og 200 evru seðlana sem borist hafa lögreglu. lögregla Á bakhlið er sömu sögu að segja. 1. Sami texti nema að hér bætist við ꟼ í gríska letrið. 2. Þar sem raðnúmer seðilsins eiga að vera er rússneskt letur: НЕ ЯBЛЯETCЯ ППATEЖHЬIM CPEДCTBOM. Þetta merkir að ekki sé um að ræða alvöru seðil. lögregla Þess utan vantar öll öryggisatriði, að sögn lögreglu: 1. Vatnsmerki á að vera hér. 2. Öryggislína sem sést vel þegar að er gáð. 3. Á að vera þrívíð prentun. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Óprúttnum aðilum tókst um helgina að koma talsvert af fölsuðum evruseðlum í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Svindlararnir keyptu smámuni með seðlunum og fengu afganginn í íslenskum krónum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hópurinn hafi farið víða og orðið sér úti um talsvert af peningum. Svo virðist sem svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi. Þeir herjuðu helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla og greiddu fyrir þjónustuna með „dýrmætum“ seðlum, þ.e. 100 og 200 evrum. Þannig fóru þeir til að mynda stuttar ferðir með leigubílum eða keyptu sígarettur og aðrar smávörur en fengu svo dágóðan afgang í íslenskum krónum. Í tilkynningu segir að fljótt á litið séu seðlarnir sambærilegir evrum. Þeir standist hins vegar ekki nánari skoðun ef fólk viti að hverju á að leita, líkt og nánar er útlistað með myndunum hér að neðan. Lögreglan 1. Þarna stendur efst: СУВЕНИР (borið fram suvenir) og merkir minjagripur. Þá er „R“ í EURO öfugt, „Я“ eða rússneski stafurinn „ya“. 2. Hér er svæði sem á að vera glasandi en er matt þar sem um einfalda prentun er að ræða. Þetta á jafnt við um 100 og 200 evru seðlana sem borist hafa lögreglu. lögregla Á bakhlið er sömu sögu að segja. 1. Sami texti nema að hér bætist við ꟼ í gríska letrið. 2. Þar sem raðnúmer seðilsins eiga að vera er rússneskt letur: НЕ ЯBЛЯETCЯ ППATEЖHЬIM CPEДCTBOM. Þetta merkir að ekki sé um að ræða alvöru seðil. lögregla Þess utan vantar öll öryggisatriði, að sögn lögreglu: 1. Vatnsmerki á að vera hér. 2. Öryggislína sem sést vel þegar að er gáð. 3. Á að vera þrívíð prentun.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira