Keyptu smámuni með fölsuðum evrum og fengu íslenskar krónur til baka Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 14:09 Einn af fölsuðu seðlunum sem komst í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða seðil sem hægt er að kaupa í Rússlandi, að sögn lögreglu. Lögregla Óprúttnum aðilum tókst um helgina að koma talsvert af fölsuðum evruseðlum í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Svindlararnir keyptu smámuni með seðlunum og fengu afganginn í íslenskum krónum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hópurinn hafi farið víða og orðið sér úti um talsvert af peningum. Svo virðist sem svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi. Þeir herjuðu helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla og greiddu fyrir þjónustuna með „dýrmætum“ seðlum, þ.e. 100 og 200 evrum. Þannig fóru þeir til að mynda stuttar ferðir með leigubílum eða keyptu sígarettur og aðrar smávörur en fengu svo dágóðan afgang í íslenskum krónum. Í tilkynningu segir að fljótt á litið séu seðlarnir sambærilegir evrum. Þeir standist hins vegar ekki nánari skoðun ef fólk viti að hverju á að leita, líkt og nánar er útlistað með myndunum hér að neðan. Lögreglan 1. Þarna stendur efst: СУВЕНИР (borið fram suvenir) og merkir minjagripur. Þá er „R“ í EURO öfugt, „Я“ eða rússneski stafurinn „ya“. 2. Hér er svæði sem á að vera glasandi en er matt þar sem um einfalda prentun er að ræða. Þetta á jafnt við um 100 og 200 evru seðlana sem borist hafa lögreglu. lögregla Á bakhlið er sömu sögu að segja. 1. Sami texti nema að hér bætist við ꟼ í gríska letrið. 2. Þar sem raðnúmer seðilsins eiga að vera er rússneskt letur: НЕ ЯBЛЯETCЯ ППATEЖHЬIM CPEДCTBOM. Þetta merkir að ekki sé um að ræða alvöru seðil. lögregla Þess utan vantar öll öryggisatriði, að sögn lögreglu: 1. Vatnsmerki á að vera hér. 2. Öryggislína sem sést vel þegar að er gáð. 3. Á að vera þrívíð prentun. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira
Óprúttnum aðilum tókst um helgina að koma talsvert af fölsuðum evruseðlum í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Svindlararnir keyptu smámuni með seðlunum og fengu afganginn í íslenskum krónum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hópurinn hafi farið víða og orðið sér úti um talsvert af peningum. Svo virðist sem svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi. Þeir herjuðu helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla og greiddu fyrir þjónustuna með „dýrmætum“ seðlum, þ.e. 100 og 200 evrum. Þannig fóru þeir til að mynda stuttar ferðir með leigubílum eða keyptu sígarettur og aðrar smávörur en fengu svo dágóðan afgang í íslenskum krónum. Í tilkynningu segir að fljótt á litið séu seðlarnir sambærilegir evrum. Þeir standist hins vegar ekki nánari skoðun ef fólk viti að hverju á að leita, líkt og nánar er útlistað með myndunum hér að neðan. Lögreglan 1. Þarna stendur efst: СУВЕНИР (borið fram suvenir) og merkir minjagripur. Þá er „R“ í EURO öfugt, „Я“ eða rússneski stafurinn „ya“. 2. Hér er svæði sem á að vera glasandi en er matt þar sem um einfalda prentun er að ræða. Þetta á jafnt við um 100 og 200 evru seðlana sem borist hafa lögreglu. lögregla Á bakhlið er sömu sögu að segja. 1. Sami texti nema að hér bætist við ꟼ í gríska letrið. 2. Þar sem raðnúmer seðilsins eiga að vera er rússneskt letur: НЕ ЯBЛЯETCЯ ППATEЖHЬIM CPEДCTBOM. Þetta merkir að ekki sé um að ræða alvöru seðil. lögregla Þess utan vantar öll öryggisatriði, að sögn lögreglu: 1. Vatnsmerki á að vera hér. 2. Öryggislína sem sést vel þegar að er gáð. 3. Á að vera þrívíð prentun.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira