Innlent

Heiðar lokaðar á norðanverðu landinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Enn er verið að kanna færð á mörgum leiðum.
Enn er verið að kanna færð á mörgum leiðum. Vísir/Vilhelm

Vetrarfærð í flest öllum landshlutum. Á Suðvesturlandi er þó greiðfært að mestu á láglendi en hálka á fjallvegum. Á Vesturlandi er þæfingsfærð á Fróðárheiði en annars hálka á flestum leiðum. Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Kleifaheiði.

Lokað um Hálfdán og Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er á Klettsháls. Verið er að kanna færð á öðrum leiðum.

Á Norðurlandi er lokað á Öxnadalsheiði en verið að moka. Ófært er á Vatnsskarði og er verið að kanna færð á öðrum leiðum.

Á Norðausturlandi er síðan þæfingsfærð á Hófaskarði og Hálsum og verið að kanna færð á öðrum leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×