Innlent

Heiðar lokaðar á norðanverðu landinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Enn er verið að kanna færð á mörgum leiðum.
Enn er verið að kanna færð á mörgum leiðum. Vísir/Vilhelm

Vetrarfærð í flest öllum landshlutum. Á Suðvesturlandi er þó greiðfært að mestu á láglendi en hálka á fjallvegum. Á Vesturlandi er þæfingsfærð á Fróðárheiði en annars hálka á flestum leiðum. Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Kleifaheiði.

Lokað um Hálfdán og Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er á Klettsháls. Verið er að kanna færð á öðrum leiðum.

Á Norðurlandi er lokað á Öxnadalsheiði en verið að moka. Ófært er á Vatnsskarði og er verið að kanna færð á öðrum leiðum.

Á Norðausturlandi er síðan þæfingsfærð á Hófaskarði og Hálsum og verið að kanna færð á öðrum leiðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.