Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélaganna Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 20:49 WOW Air fór í þrot í lok mars á síðasta ári. Primera air fór á hausinn haustið 2018. Vísir/vilhelm Áætlað er að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum á Íslandi hafi dregist saman um 44% á milli áranna 2018 og 2019. Hagstofan rekur samdráttinn til fækkunar flugfélaga í millilandaflugi en Wow air og Primera air lögðu bæði upp laupana á skömmum tíma. Í bráðabirgðaútreikningum Hagstofunnar á losun koltvísýringsígilda er aðeins tekið tillit til reksturs íslenskra félaga en ekki erlendra félaga sem hafa viðkomu á Íslandi. Losunin hafði aukist um 5% á milli áranna 2017 og 2018. Losunin minnkaði úr tæplega 2,8 milljónum tonnum árið 2018 í tæpar 1,6 milljónir tonna í fyrra. Hún fellur ekki undir skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins. Á sama tímabili stóð losun frá stóriðju svo gott sem í stað. Losunin hefur numið rúmum 1,8 milljónum tonna af koltvísýringsígildum undanfarin þrjú ár samkvæmt tölum Hagstofunnar. Minni framleiðsla og bilanir í verksmiðjum eru sagðar ástæða þess að losun frá málmframleiðslu lækkaði um tæp 110.000 tonn á milli 2018 og 2019. Aukning í losun frá kísilverum vó upp á móti lækkuninni frá málmframleiðslunni. Stóriðjulosun fellur heldur ekki undir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum heldur samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Sá fyrirvari er settur við útreikninga Hagstofunnar að losunartölurnar séu bráðabirgðatölur. Þær verði endurskoðaðar þegar nákvæmari göng liggja fyrir. Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Áætlað er að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum á Íslandi hafi dregist saman um 44% á milli áranna 2018 og 2019. Hagstofan rekur samdráttinn til fækkunar flugfélaga í millilandaflugi en Wow air og Primera air lögðu bæði upp laupana á skömmum tíma. Í bráðabirgðaútreikningum Hagstofunnar á losun koltvísýringsígilda er aðeins tekið tillit til reksturs íslenskra félaga en ekki erlendra félaga sem hafa viðkomu á Íslandi. Losunin hafði aukist um 5% á milli áranna 2017 og 2018. Losunin minnkaði úr tæplega 2,8 milljónum tonnum árið 2018 í tæpar 1,6 milljónir tonna í fyrra. Hún fellur ekki undir skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins. Á sama tímabili stóð losun frá stóriðju svo gott sem í stað. Losunin hefur numið rúmum 1,8 milljónum tonna af koltvísýringsígildum undanfarin þrjú ár samkvæmt tölum Hagstofunnar. Minni framleiðsla og bilanir í verksmiðjum eru sagðar ástæða þess að losun frá málmframleiðslu lækkaði um tæp 110.000 tonn á milli 2018 og 2019. Aukning í losun frá kísilverum vó upp á móti lækkuninni frá málmframleiðslunni. Stóriðjulosun fellur heldur ekki undir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum heldur samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Sá fyrirvari er settur við útreikninga Hagstofunnar að losunartölurnar séu bráðabirgðatölur. Þær verði endurskoðaðar þegar nákvæmari göng liggja fyrir.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent