Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttirnar hefjast á slaginu 18:30.
Kvöldfréttirnar hefjast á slaginu 18:30.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður haldið áfram að fjalla um kórónaveiruna sem á upptök sín í Wuhan-borg. Á fimmta tug eru látnir og smit tilfelli á heimsvísu nálgast fjórtán hundruð.

Þá verður fjallað um loðnuleit hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kom til hafnar í gær. Fyrstu mælingar bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. Fimm skip hafa leitað og fundið en í litlu magni.

Þá verður einnig fjallað um niðurstöður rökræðukönnunar vegna viðhorfs almennings til stjórnarskrár Íslands en þátttaka í umræðum, tækifæri til að kynna sér málefni og spyrja sérfræðinga út úr hefur áhrif á viðhorf almennings til stjórnarskrár Íslands og breytinga á henni.

Einnig segjum við frá tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn sem verðir ýtt úr vör á næstu vikum.

Kvöldfréttirnar hefjast á slaginu 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.