Lífið

Flutti ný­fermd til Eng­lands, fann metnaðinn og blómstrar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eyrún Inga Maríusdóttir finnur mikinn mun á íslenskum og breskum skólum.
Eyrún Inga Maríusdóttir finnur mikinn mun á íslenskum og breskum skólum. Stöð 2

Eyrún Inga Maríusdóttir var nýfermd þegar foreldrar hennar, Halldóra Skúladóttir og Maríus Sigurjónsson, ákváðu að flytja með hana til Leeds á Englandi, þar sem pabbi hennar hafði fengið vinnu. Eyrún var spennt í fyrstu en skömmu áður en þau áttu að flytja harðneitaði hún að fara og vildi verða eftir hjá ömmu sinni á Íslandi.

Eyrún og foreldrar hennar eru viðmælendur Lóu Pind í 7. þætti af Hvar er best að búa sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.

Fjórum árum síðar hafði Eyrún gjörbreyst. Hún fann metnaðinn í enskum gagnfræðaskóla og þegar þátturinn var tekinn upp var hún að ljúka prófum til að komast í háskóla. Hún finnur mikinn mun á þeim íslensku og ensku skólum sem hún hefur gengið í, telur að aginn og metnaðurinn og aðhaldið í breska skólanum hafa orðið til þess að hún fann sína leið, sína styrkleika og framtíðarsýn.

Í myndbrotinu úr þætti kvöldsins má heyra Eyrúnu lýsa því hvaða áhrif flutningurinn hefur haft á hana.

Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Halldóru, Maríus og Eyrúnu fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 7. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum.

Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Lúðvík Páll Lúðvíksson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.