Mjög sérstök gangtegund hesta í Puerto Rico Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2020 19:45 Katrín Ólína á Skeiðvöllunum með Ólínu, sem er 10 vetra mögnuð klárhryssa. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var mikil upplifun fyrir hestahjón úr Holta og Landsveit að heimsækja hestabúgarða í Puerto Rico á dögunum en þar fengu þau að kynnast gangtegund sem þau hafa aldrei séð áður. Á meðan íslenskir hestamenn vilja hafa hestana sína stórskrefa þá vilja hestamenn í Puerto Rico hafa skrefin eins stutt og mögulegt er. Það er nóg að gera hjá hestamönnum landsins að æfa fyrir allskonar mót í vetur og ekki síður fyrir landsmót hestamanna sem fer fram á Hellu í sumar. Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum í Holta í Landsveit, sem er í Rangárþingi ytra er einn af þessum hestamönnum. Katrín og maður hennar, Davíð Jónsson, eru nýkomin heim frá Puerto Rico þar sem þau heimsóttu nokkra hestabúgarða þar sem þau hitti eigendur og þjálfara hestanna og fengum að kynnast mismunandi gangtegundum hestana. Ein gangtegund vakti sérstaka athygli, eitthvað sem íslenski hesturinn gerir ekki, þrátt fyrir að vera með fimm gangtegundir. "Þetta eru sem sagt Paso fino hestar og þessir hestar sem við fengum að prófa eru einstaklega vel þjálfaðir keppnis og sýningahestar, mjög ólíkt því sem við erum með hjá okkur. Við viljum hafa skrefið stórt og mikið en þarna þykir það flottara þeimur styttra sem það er“, segir Katrín og bætir við hlægjandi. „Já, það er ótrúlega fyndið að sjá þetta, ég myndi ekki vilja fara á fjall á svona hesti“. Davíð Jónsson, eiginmaður Katrínar á Paso fino hesti.Katrín Ólína. En hvernig fannst Katrínu að fara á bak svona hesti? „Það var öðruvísi en ég átti von á, mér fannst þessir hestar frekar líkir okkar hestum að sitja á, fyrir utan það að skrefið var mjög stutt. Þeir voru taumléttir, léttari en ég átti vona á og maður þurfti voðalega lítið að gera, það var eiginlega bara að sitja og hvetja, þeir fóru bara svona á sjálfum sér, þetta virtist vera mjög náttúrlegt hjá þeim“. Katrín segir að það sé keppt mikið á þessum hesti og þar gildir af þeimur styttra sem skrefið er þeimur betra. Katrín segir mjög gaman að kynna sér önnur hestakyn í útlöndum. „Það er bara æðislegt og það sem mér fannst líka gaman í Puerto Rico er að þau eru alveg eins og við, þau eru mjög stolt af sínum hesti og fannst mjög gaman að geta sýnt okkur svona mikið af góðum hestum, mjög skemmtilegt. En íslenski hesturinn stendur alltaf upp úr, hann er lang bestur“. Hestar Landbúnaður Púertó Ríkó Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira
Það var mikil upplifun fyrir hestahjón úr Holta og Landsveit að heimsækja hestabúgarða í Puerto Rico á dögunum en þar fengu þau að kynnast gangtegund sem þau hafa aldrei séð áður. Á meðan íslenskir hestamenn vilja hafa hestana sína stórskrefa þá vilja hestamenn í Puerto Rico hafa skrefin eins stutt og mögulegt er. Það er nóg að gera hjá hestamönnum landsins að æfa fyrir allskonar mót í vetur og ekki síður fyrir landsmót hestamanna sem fer fram á Hellu í sumar. Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum í Holta í Landsveit, sem er í Rangárþingi ytra er einn af þessum hestamönnum. Katrín og maður hennar, Davíð Jónsson, eru nýkomin heim frá Puerto Rico þar sem þau heimsóttu nokkra hestabúgarða þar sem þau hitti eigendur og þjálfara hestanna og fengum að kynnast mismunandi gangtegundum hestana. Ein gangtegund vakti sérstaka athygli, eitthvað sem íslenski hesturinn gerir ekki, þrátt fyrir að vera með fimm gangtegundir. "Þetta eru sem sagt Paso fino hestar og þessir hestar sem við fengum að prófa eru einstaklega vel þjálfaðir keppnis og sýningahestar, mjög ólíkt því sem við erum með hjá okkur. Við viljum hafa skrefið stórt og mikið en þarna þykir það flottara þeimur styttra sem það er“, segir Katrín og bætir við hlægjandi. „Já, það er ótrúlega fyndið að sjá þetta, ég myndi ekki vilja fara á fjall á svona hesti“. Davíð Jónsson, eiginmaður Katrínar á Paso fino hesti.Katrín Ólína. En hvernig fannst Katrínu að fara á bak svona hesti? „Það var öðruvísi en ég átti von á, mér fannst þessir hestar frekar líkir okkar hestum að sitja á, fyrir utan það að skrefið var mjög stutt. Þeir voru taumléttir, léttari en ég átti vona á og maður þurfti voðalega lítið að gera, það var eiginlega bara að sitja og hvetja, þeir fóru bara svona á sjálfum sér, þetta virtist vera mjög náttúrlegt hjá þeim“. Katrín segir að það sé keppt mikið á þessum hesti og þar gildir af þeimur styttra sem skrefið er þeimur betra. Katrín segir mjög gaman að kynna sér önnur hestakyn í útlöndum. „Það er bara æðislegt og það sem mér fannst líka gaman í Puerto Rico er að þau eru alveg eins og við, þau eru mjög stolt af sínum hesti og fannst mjög gaman að geta sýnt okkur svona mikið af góðum hestum, mjög skemmtilegt. En íslenski hesturinn stendur alltaf upp úr, hann er lang bestur“.
Hestar Landbúnaður Púertó Ríkó Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira