Innlent

Íbúafundur í Grindavík vegna jarðhræringa

Stefán Ó. Jónsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Fundurinn fer fram í íþróttahúsi Grindavíkur.
Fundurinn fer fram í íþróttahúsi Grindavíkur. Vísir/EgillA

Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan 16 í dag vegna óvissuástands sem lýst hefur verið yfir vegna jarðhræringa við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins.

Búast er við fjölmennum fundi og fólk er því hvatt til að skilja bílinn eftir heima eða í vinnu sé það mögulegt.

Fundinum verður streymt beint í gegnum YouTube rás bæjarins og má sjá hér að neðan. Fréttamaður Vísis mun miðla efni fundarins í vaktinni hér að neðan.

Í lok fundarins verður samantekt á pólsku fyrir pólskumælandi íbúa.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.