Innlent

Íbúafundur í Grindavík vegna jarðhræringa

Stefán Ó. Jónsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Fundurinn fer fram í íþróttahúsi Grindavíkur.
Fundurinn fer fram í íþróttahúsi Grindavíkur. Vísir/EgillA

Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan 16 í dag vegna óvissuástands sem lýst hefur verið yfir vegna jarðhræringa við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins.

Búast er við fjölmennum fundi og fólk er því hvatt til að skilja bílinn eftir heima eða í vinnu sé það mögulegt.

Fundinum verður streymt beint í gegnum YouTube rás bæjarins og má sjá hér að neðan. Fréttamaður Vísis mun miðla efni fundarins í vaktinni hér að neðan.

Í lok fundarins verður samantekt á pólsku fyrir pólskumælandi íbúa.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.