Lífið

Heiðar Logi leikur á als oddi í myndbandi Red Bull

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiðar Logi er einn allra besti brimbrettakappi landsins og þó víðar væri leitað.
Heiðar Logi er einn allra besti brimbrettakappi landsins og þó víðar væri leitað. Red Bull

Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta og leikur oft á tíðum í auglýsingum og þá sérstaklega á brimbrettinu.

Á dögunum birti Red Bull TV nýtt myndband eða stutta heimildarmynd þar sem fjallað er ítarlega um brimbretti á Íslandi. Í aðalhlutverki eru Heiðar Logi og ljósmyndarinn Erlendur Þór Magnússon.

Þekktir brimbrettamenn frá Ástralíu, Spáni, Írlandi og Bandaríkjunum voru einnig með þeim í sjónum.

Ljóst er að Ísland þykir núorðið sérstaklega góður staður fyrir brimbrettaiðkun en tekið er fram að jafnframt er þetta einn erfiðasti staður í heiminum til að stunda íþróttina. Stórar og flottar öldur sem og fallegt útsýni en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á myndbandið yfir 250 þúsund sinnum á YouTube.

Heiðar Logi mætti í Einkalífið í lok ársins 2018 og ræddi meðal annars um brimbrettaiðkun sína. Þar ræddi hann einnig um föðurmissinn sem tók töluvert á.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.