Lífið

Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þegar Ísland kom upp úr skálinni í Rotterdam.
Þegar Ísland kom upp úr skálinni í Rotterdam.

Rétt í þessu var dregið í undanriðla fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí.

Þar kom í ljós að Ísland mun koma fram á seinna undankvöldinu. Einnig kom fram að framlag Íslands mun verða flutt á fyrri hluta kvöldsins. Íslendingar eru bæði með Finnum og Dönum í riðli. 

Fyrra undankvöldið fer fram 12.maí, seinna þann 14.maí og síðan verður úrslitakvöldið haldið í Rotterdam Ahoy höllinni í borginni en höllin tekur yfir 16 þúsund manns í sæti.

Undanfarin ár hefur Ísland verið á fyrra undankvöldinu og í fyrra komumst við loksins áfram úr undankeppnina með framlagi okkar Hatrið mun sigra með Hatara. 

Fylgst var með drættinum í beinni á YouTube-rás Eurovision.

Fyrri undanriðillinn

Seinni undanriðillinnAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.