Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 07:52 Frá virkjun HS Orku í Svartsengi þar sem heita vatnið sem HS Veitur dreifa til sveitarfélaga á Suðurnesjum er hitað upp. vísir/arnar Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag og rætt við Júlíus Jón Jónsson, forstjóra HS Veitna, en fyrirtækið á og rekur dreifikerfi fyrir heitt vatn í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum auk þess sem það sér einnig Grindvík, Garði, Reykjanesbæ og flugstöðvarsvæðinu fyrir ferskvatni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Óvenjulegt landris er í Eldvörupum og Svartsengi en aðalvatnstökusvæði HS Veitna er í gjá í hrauninu Lágum sem er um þrjá kílómetra norður af Svartsengi. Er ferskvatninu síðan dælt á Svartsengi þar sem það er hitað upp með jarðhitagufu. „Það er helst heita vatnið sem við óttumst. Vandinn er ekki eins mikill ef kalda vatnið færi því við getum nálgast það úr öðrum vatnsbólum skammt frá. Það yrðu þó vissulega truflanir til skamms tíma. Enn sem komið er eru engar áætlanir uppi um hvernig við leysum vandann ef framleiðsla í Svartsengi myndi stöðvast,“ segir Júlíus í samtali við Fréttablaðið. Erfitt að réttlæta útgjöld í aðra varavirkjun Hann leggur þó mikla áherslu á að rétt sé að halda ró sinni þar sem mjög litlar líkur eru á því að allt fari á versta veg og ekki verði hægt að halda uppi framleiðslunni í Svartsengi. Það þurfi þá að ræða möguleg viðbrögð við slíkum hamförum. Erfitt sé að vera undirbúinn undir allar sviðsmyndir og þá þurfi einnig að hafa í huga hversu langt sé réttlætanlegt að ganga í slíkum undirbúningi að sögn Júlíusar. „Það er erfitt að réttlæta útgjöld í aðra varavirkjun sem væri til taks ef allt færi á versta veg,“ segir hann. Í tilkynningu á heimasíðu HS Veitna í gær kom fram að fyrirtækið væri að skoða hvaða afleiðingar það hefði á þjónustu fyrirtækisins ef jarðhræringarnar verða meiri en nú er. „Í upphafi er rétt að geta þess að mjög ólíklegt er að tjón verði á dreifikerfum HS Veitna sem leiði til takmarkana á þjónustu. HS Veitur treysta hinsvegar á afhendingu á heitu og köldu vatni frá HS Orku og síðan raforku frá Landsneti og þar eru stóru spurningarnar. Möguleikarnir eru vissulega óteljandi, í allra versta falli verður gos sem veldur (verulegu) tjóni á orkuveri HS Orku. Gerðist það, sem reyndar verður að teljast mjög ólíklegt, verða óhjákvæmilega verulegir erfiðleikar á orkuafhendingu á svæðinu. Miklu líklegra er, ef yfirleitt verður gos, að til einhverra skemmda gæti komið á vatnslögnum og rafstrengjum en viðgerðir á slíkum skemmdum ættu ekki að vera stórmál,“ segir á vef HS Veitna þar sem lesa má nánar um málið. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag og rætt við Júlíus Jón Jónsson, forstjóra HS Veitna, en fyrirtækið á og rekur dreifikerfi fyrir heitt vatn í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum auk þess sem það sér einnig Grindvík, Garði, Reykjanesbæ og flugstöðvarsvæðinu fyrir ferskvatni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Óvenjulegt landris er í Eldvörupum og Svartsengi en aðalvatnstökusvæði HS Veitna er í gjá í hrauninu Lágum sem er um þrjá kílómetra norður af Svartsengi. Er ferskvatninu síðan dælt á Svartsengi þar sem það er hitað upp með jarðhitagufu. „Það er helst heita vatnið sem við óttumst. Vandinn er ekki eins mikill ef kalda vatnið færi því við getum nálgast það úr öðrum vatnsbólum skammt frá. Það yrðu þó vissulega truflanir til skamms tíma. Enn sem komið er eru engar áætlanir uppi um hvernig við leysum vandann ef framleiðsla í Svartsengi myndi stöðvast,“ segir Júlíus í samtali við Fréttablaðið. Erfitt að réttlæta útgjöld í aðra varavirkjun Hann leggur þó mikla áherslu á að rétt sé að halda ró sinni þar sem mjög litlar líkur eru á því að allt fari á versta veg og ekki verði hægt að halda uppi framleiðslunni í Svartsengi. Það þurfi þá að ræða möguleg viðbrögð við slíkum hamförum. Erfitt sé að vera undirbúinn undir allar sviðsmyndir og þá þurfi einnig að hafa í huga hversu langt sé réttlætanlegt að ganga í slíkum undirbúningi að sögn Júlíusar. „Það er erfitt að réttlæta útgjöld í aðra varavirkjun sem væri til taks ef allt færi á versta veg,“ segir hann. Í tilkynningu á heimasíðu HS Veitna í gær kom fram að fyrirtækið væri að skoða hvaða afleiðingar það hefði á þjónustu fyrirtækisins ef jarðhræringarnar verða meiri en nú er. „Í upphafi er rétt að geta þess að mjög ólíklegt er að tjón verði á dreifikerfum HS Veitna sem leiði til takmarkana á þjónustu. HS Veitur treysta hinsvegar á afhendingu á heitu og köldu vatni frá HS Orku og síðan raforku frá Landsneti og þar eru stóru spurningarnar. Möguleikarnir eru vissulega óteljandi, í allra versta falli verður gos sem veldur (verulegu) tjóni á orkuveri HS Orku. Gerðist það, sem reyndar verður að teljast mjög ólíklegt, verða óhjákvæmilega verulegir erfiðleikar á orkuafhendingu á svæðinu. Miklu líklegra er, ef yfirleitt verður gos, að til einhverra skemmda gæti komið á vatnslögnum og rafstrengjum en viðgerðir á slíkum skemmdum ættu ekki að vera stórmál,“ segir á vef HS Veitna þar sem lesa má nánar um málið.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00
Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent