Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 11:39 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra kveðst vona að Ísland komist af gráum peningaþvættislista í október. Það er nokkuð seinna en vonast var til í fyrstu. Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. Ísland var í október sett á gráan lista FATF-hópsins svokallaða, yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór yfir stöðu málsins á ríkisstjórnarfundi í gær. „Við erum á leiðinni inn á fund í febrúar þar sem fyrsta úttekt fer fram eftir að við vorum grálistuð. Við erum auðvitað á fullu að vinna við þær athugasemdir sem gerðar voru, þær þrjár sem útaf stóðu þegar við erum sett á þennan gráa lista,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Hún segir áhrifin af veru Íslands á gráa listanum hafa verið óveruleg til þessa. „Þetta hefur ekki haft miklar afleiðingar fyrir okkur. Þær upplýsingar hafa komið núna frá Seðlabanka Íslands meðal annars, að þetta hefur ekki haft mikil áhrif sem betur fer hér á landi,“ segir Áslaug. Óveruleg áhrif enn sem komið er Í tilkynningu sem barst frá Seðlabanka Íslands í dag kemur fram að ákvörðun FATF um að setja Ísland á gráan lista hafi enn sem komið er ekki hafa áhrif á starfsemi vátryggingafélaga, lífeyrissjóða, Kauphallarinnar og Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. Fréttir hafa þó borist af því að til að mynda hafi erlend verðbréfafyrirtæki slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna grálistunarinnar, líkt og Fréttablaðið greindi frá í nóvember. „Enn eru auðvitað ýmis verk fyrir höndum en við vorum að fá fyrstu niðurstöðu frá hópnum sem er jákvæður og segir þetta ganga vel að komast út úr þessum þremur atriðum sem útaf stóðu,“ segir Áslaug. FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári. Það er í febrúar, í júní og í október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Það hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, áður sagt óraunhæfar væntingar. Hún er framsögumaður frumkvæðisathugunar nefndarinnar sem stendur yfir vegna málsins. Áður fór Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fyrir málinu í nefndinni en hann situr ekki lengur í nefndinni eftir að breytingar voru gerðar á nefndaskipan eftir að Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna. Samherjamálið hafi ekki áhrif „Það eru þarna kerfi sem að þurfa að taka gildi og við munum ekki klára fyrr en um mánaðamótin kannski apríl maí eins og nýtt peningaþvættiskerfi fyrir lögregluna sem tekur bara tíma í innleiðingu. Þannig að ég bind vonir við það að það verði hægt að fara í vettvangsathugun hér í júní og síðan taka okkur af listanum í lok árs á fundinum í október,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Samherjamálið ekki hafa áhrif á veru Íslands á listanum. „Það er verið að tala um hvernig kerfið okkar er byggt upp, hvaða reglur vantar, hvaða umgjörð og annað slíkt,“ segir Áslaug. Fyrst og fremst sé verið að bregðast við því. „Það er ekkert annað sem mun hafa áhrif á það. En í því máli sem þú nefnir þá virðist það nú af þeim myndum og þáttum sem maður hefur séð um það, að það eigi sér stað annars staðar en á Íslandi,“ segir Áslaug. Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Dómsmálaráðherra kveðst vona að Ísland komist af gráum peningaþvættislista í október. Það er nokkuð seinna en vonast var til í fyrstu. Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. Ísland var í október sett á gráan lista FATF-hópsins svokallaða, yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór yfir stöðu málsins á ríkisstjórnarfundi í gær. „Við erum á leiðinni inn á fund í febrúar þar sem fyrsta úttekt fer fram eftir að við vorum grálistuð. Við erum auðvitað á fullu að vinna við þær athugasemdir sem gerðar voru, þær þrjár sem útaf stóðu þegar við erum sett á þennan gráa lista,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Hún segir áhrifin af veru Íslands á gráa listanum hafa verið óveruleg til þessa. „Þetta hefur ekki haft miklar afleiðingar fyrir okkur. Þær upplýsingar hafa komið núna frá Seðlabanka Íslands meðal annars, að þetta hefur ekki haft mikil áhrif sem betur fer hér á landi,“ segir Áslaug. Óveruleg áhrif enn sem komið er Í tilkynningu sem barst frá Seðlabanka Íslands í dag kemur fram að ákvörðun FATF um að setja Ísland á gráan lista hafi enn sem komið er ekki hafa áhrif á starfsemi vátryggingafélaga, lífeyrissjóða, Kauphallarinnar og Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. Fréttir hafa þó borist af því að til að mynda hafi erlend verðbréfafyrirtæki slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna grálistunarinnar, líkt og Fréttablaðið greindi frá í nóvember. „Enn eru auðvitað ýmis verk fyrir höndum en við vorum að fá fyrstu niðurstöðu frá hópnum sem er jákvæður og segir þetta ganga vel að komast út úr þessum þremur atriðum sem útaf stóðu,“ segir Áslaug. FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári. Það er í febrúar, í júní og í október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Það hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, áður sagt óraunhæfar væntingar. Hún er framsögumaður frumkvæðisathugunar nefndarinnar sem stendur yfir vegna málsins. Áður fór Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fyrir málinu í nefndinni en hann situr ekki lengur í nefndinni eftir að breytingar voru gerðar á nefndaskipan eftir að Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna. Samherjamálið hafi ekki áhrif „Það eru þarna kerfi sem að þurfa að taka gildi og við munum ekki klára fyrr en um mánaðamótin kannski apríl maí eins og nýtt peningaþvættiskerfi fyrir lögregluna sem tekur bara tíma í innleiðingu. Þannig að ég bind vonir við það að það verði hægt að fara í vettvangsathugun hér í júní og síðan taka okkur af listanum í lok árs á fundinum í október,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Samherjamálið ekki hafa áhrif á veru Íslands á listanum. „Það er verið að tala um hvernig kerfið okkar er byggt upp, hvaða reglur vantar, hvaða umgjörð og annað slíkt,“ segir Áslaug. Fyrst og fremst sé verið að bregðast við því. „Það er ekkert annað sem mun hafa áhrif á það. En í því máli sem þú nefnir þá virðist það nú af þeim myndum og þáttum sem maður hefur séð um það, að það eigi sér stað annars staðar en á Íslandi,“ segir Áslaug.
Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira