„Pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:32 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkisnefndar. Vísir Evrópuráðsþingið samþykkti með miklum meirihluta að hefja virkt vöktunarferli fyrir Pólland og að beina tilmælum til pólskra stjórnvalda um að þau hætti pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar í landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni í dag. „Héðan úr þingi Evrópuráðsins er það helst að frétta að í gær var pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu,“ skrifar Rósa. Þingið hafi samþykkt með 140 atkvæðum gegn 37 „að Pólland verði að láta dómskerfið sitt virka og hætta pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar, til að mynda við skipanir dómara.“ Þá hafi þingið ákveðið að hefja svokallað virkt vöktunarferli fyrir Pólland í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á lýðræðisstofnunum sem hafi „skaðað mjög sjálfstæði dómsvaldsins og almenn lög og reglur," skrifar Rósa og vitnar þar í frétt Evrópuráðsins um málið. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Evrópuráðið tekur upp virka vöktun á Evrópusambandsríki en það segir Rósa sýna fram á alvarleika málsins. „Til að tengja þessi tíðindi hingað heim, er skemmst að minnast að eina yfirlýsing um stuðning við vörn Íslands í Landsréttarmálinu við Mannréttindadómstól Evrópu sem fer fram nú eftir rúmlega viku kom frá...pólska ríkinu...“ skrifar Rósa. Segir hún þann stuðning vera varasaman auk þess sem ákvörðun Evrópuráðsins, sem tekin var í gær, hljóti að fá marga til að hugsa „vel og vandlega um stöðuna í íslenska dómkerfinu,“ líkt og segir í færslu Rósu.Dómarafélagið hefur meðal annars sagt þennan stuðning pólskra stjórnvalda við Landsréttarmálið vera áhyggjuefni en íslensk stjórnvöld hafa sagt engin tengsl á milli máls Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Áður hefur Evrópudómstóllinn til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hafi brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Landsréttarmálið Pólland Utanríkismál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Evrópuráðsþingið samþykkti með miklum meirihluta að hefja virkt vöktunarferli fyrir Pólland og að beina tilmælum til pólskra stjórnvalda um að þau hætti pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar í landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni í dag. „Héðan úr þingi Evrópuráðsins er það helst að frétta að í gær var pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu,“ skrifar Rósa. Þingið hafi samþykkt með 140 atkvæðum gegn 37 „að Pólland verði að láta dómskerfið sitt virka og hætta pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar, til að mynda við skipanir dómara.“ Þá hafi þingið ákveðið að hefja svokallað virkt vöktunarferli fyrir Pólland í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á lýðræðisstofnunum sem hafi „skaðað mjög sjálfstæði dómsvaldsins og almenn lög og reglur," skrifar Rósa og vitnar þar í frétt Evrópuráðsins um málið. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Evrópuráðið tekur upp virka vöktun á Evrópusambandsríki en það segir Rósa sýna fram á alvarleika málsins. „Til að tengja þessi tíðindi hingað heim, er skemmst að minnast að eina yfirlýsing um stuðning við vörn Íslands í Landsréttarmálinu við Mannréttindadómstól Evrópu sem fer fram nú eftir rúmlega viku kom frá...pólska ríkinu...“ skrifar Rósa. Segir hún þann stuðning vera varasaman auk þess sem ákvörðun Evrópuráðsins, sem tekin var í gær, hljóti að fá marga til að hugsa „vel og vandlega um stöðuna í íslenska dómkerfinu,“ líkt og segir í færslu Rósu.Dómarafélagið hefur meðal annars sagt þennan stuðning pólskra stjórnvalda við Landsréttarmálið vera áhyggjuefni en íslensk stjórnvöld hafa sagt engin tengsl á milli máls Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Áður hefur Evrópudómstóllinn til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hafi brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins.
Landsréttarmálið Pólland Utanríkismál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira