Morðhótanir eftir brandara um andlát Kobe Bryant Sylvía Hall skrifar 29. janúar 2020 21:21 Ari Shaffir. Vísir/Getty Uppistandsklúbburinn The New York Comedy Club hefur tilkynnt lögreglu um morðhótanir sem aðstandendum staðarins hafa borist í kjölfar brandara sem uppistandarinn Ari Shaffir birti á Twitter-síðu sinni. Shaffir átti að koma fram á staðnum á þriðjudagskvöld en sýningu hans var aflýst eftir færslu hans um andlát körfuboltastjörnunnar. Í umræddri færslu mátti sjá myndband af Shaffir þar sem hann segir Bryant hafa dáið 23 árum of seint. Hann hafi komist upp með nauðgun því „frjálslynda fólkið í Hollywood sem ræðst fær meira út úr því að halda með Lakers en að fyrirlíta nauðganir“. „Lof til hetjunnar sem gleymdi að setja bensín á þyrluna. Ég hata Lakers. Frábær dagur,“ sagði Shaffir en Bryant lést í þyrluslysi á sunnudag. Shaffir birti í kjölfarið yfirlýsingu þar sem hann sagði myndbandið vera í takt við grín sem hann gerir í hvert skipti sem einhver frægur deyr. Þá rifji hann upp eitthvað hræðilegt sem viðkomandi hefur gert og birti það á netinu. „Ég hef gert þetta í mörg ár núna. Mér finnst gaman að eyðileggja guði. Og þegar fræg manneskja deyr nær dýrkunin hápunkti. Svo til þess að svara allri samkenndinni á samfélagsmiðlum birti ég eitthvað hræðilegt. Það er bara brandari. Ég hata ekki þetta fólk,“ sagði Shaffir og lýsti brandaranum sem „svörtum húmor“ sem aðdáendur hans kunna að meta. Þá bætti hann við að myndbandið hafi verið birt áður en hann vissi að börn voru á meðal þeirra sem fórust í þyrluslysinu. Á meðal hinna látnu var þrettán ára dóttir Bryant. Forsvarsmenn staðarins hafa lýst því yfir að þeir muni ekki starfa með uppistandaranum í framtíðinni eftir atvikið. Þeir vildu þó ekki tjá sig frekar um málið í samtali við The Hollywood Reporter. Andlát Kobe Bryant Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Uppistandsklúbburinn The New York Comedy Club hefur tilkynnt lögreglu um morðhótanir sem aðstandendum staðarins hafa borist í kjölfar brandara sem uppistandarinn Ari Shaffir birti á Twitter-síðu sinni. Shaffir átti að koma fram á staðnum á þriðjudagskvöld en sýningu hans var aflýst eftir færslu hans um andlát körfuboltastjörnunnar. Í umræddri færslu mátti sjá myndband af Shaffir þar sem hann segir Bryant hafa dáið 23 árum of seint. Hann hafi komist upp með nauðgun því „frjálslynda fólkið í Hollywood sem ræðst fær meira út úr því að halda með Lakers en að fyrirlíta nauðganir“. „Lof til hetjunnar sem gleymdi að setja bensín á þyrluna. Ég hata Lakers. Frábær dagur,“ sagði Shaffir en Bryant lést í þyrluslysi á sunnudag. Shaffir birti í kjölfarið yfirlýsingu þar sem hann sagði myndbandið vera í takt við grín sem hann gerir í hvert skipti sem einhver frægur deyr. Þá rifji hann upp eitthvað hræðilegt sem viðkomandi hefur gert og birti það á netinu. „Ég hef gert þetta í mörg ár núna. Mér finnst gaman að eyðileggja guði. Og þegar fræg manneskja deyr nær dýrkunin hápunkti. Svo til þess að svara allri samkenndinni á samfélagsmiðlum birti ég eitthvað hræðilegt. Það er bara brandari. Ég hata ekki þetta fólk,“ sagði Shaffir og lýsti brandaranum sem „svörtum húmor“ sem aðdáendur hans kunna að meta. Þá bætti hann við að myndbandið hafi verið birt áður en hann vissi að börn voru á meðal þeirra sem fórust í þyrluslysinu. Á meðal hinna látnu var þrettán ára dóttir Bryant. Forsvarsmenn staðarins hafa lýst því yfir að þeir muni ekki starfa með uppistandaranum í framtíðinni eftir atvikið. Þeir vildu þó ekki tjá sig frekar um málið í samtali við The Hollywood Reporter.
Andlát Kobe Bryant Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30
Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30
Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein