Körfubolti

WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe og Gigi Bryant á körfuboltaleik saman.
Kobe og Gigi Bryant á körfuboltaleik saman. Allen Berezovsky

Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð.

Eins mikið og Kobe Bryant hafði gerð fyrir karladeild NBA í gegnum tíðina þá var hann einnig búinn að gera mikið fyrir kvennadeildina með því að sýna henni mikinn áhuga.


Hann og Gigi voru dugleg að mæta á leiki og Kobe vildi að dóttir sína kynntist sem flestum af bestu körfubolta- og íþróttakonum heims til að drekka í sig fróðleik og undirbúa sig fyrir framtíðina.

Það er enginn vafi á því hvað dóttir Kobe Bryant hefði getað gert fyrir kvennakörfuboltann í heiminum ef hún hefði farið alla leið og orðið ein af stjörnum deildarinnar. Gigi Bryant hafði líka alla burði til að verða frábær körfuboltakona.

Margar af bestu körfuboltakonum WNBA-deildarinnar hafa talað um hvað Gigi Bryant hefði getað orðið og hefði getað gert fyrir kvennakörfuna.


„Við misstum goðsögn í Kobe en maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvað þessir krakkar í þyrlunni hefðu getað orðið. Auðvitað kemur Gigi fyrst upp í hugann því hún var farinn að líkjast Kobe í leik sínum,“ sagði Breanna Stewart, besti leikmaður WNBA 2018.

„Gigi var táknmynd goðsagnar hans og framtíð kvennakörfuboltans,“ sagði Nneka Ogwumike, besti leikmaður WNBA árið 2016.


Sue Bird, margfaldur WNBA og Ólympíumeistari og kærasta Megan Rapinoe, hittu Bryant og Gigi á Stjörnuleik WNBA í júlí þegar feðginin mættu.

„Hann vildi kynna hana fyrir eins mörgum stórbrotnum íþróttakonum og hann gat. Hann hefur verið til staðar fyrir WNBA-deildina og var á þessu ferðalagi með dóttur sinni. Það sáu allir að það stefndi í eitthvað magnað, fyrir hann sem föður, fyrir hana sem körfuboltakonu og fyrir þeirra samband,“ sagði Sue Bird.

Gigi Bryant var með rosalegan áhuga á körfubolta og samband hennar og Kobe var orðið mjög sterkt. Hún var leikmaðurinn sem átti að halda Bryant nafninu á lofti í framtíðinni en af því varð því miður aldrei.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.