Sport

Í beinni í dag: Lukaku, Zlatan, golf og úr­slita­keppnin í NFL

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brot af því besta í dag.
Brot af því besta í dag. vísir/getty/samsett

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í allan dag.

Dagurinn hefst strax klukkan níu er Opna Suður-Afríkumótið í golfi fer fram en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

PGA mótið Sony Open fer fram í Havaí einnig um helgina en útsending þaðan hefst á miðnætti.
Þrír leikir verð svo á dagskrá í ítalska boltanum í dag. Cagliari fær AC Milan í heimsókn og spurningin er hvort að Zlatan Ibrahimovic verði kominn í byrjunarlið Mílanóliðsins.

Stórleikur dagsins er þó klukkan 19.40 er Inter og Atalanta mætast. Inter jafnt Juventus á toppnum en Atalanta í 5. sætinu.
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar heldur áfram en tveir ansi áhugaverðir leikir eru á dagskránni í dag.

Allar beinu útsendingar Stöðvar 2 næstu daga má sjá hér.

Beinar útsendingar dagsins:
09.00 South Africa Open (Stöð 2 Golf)
12.25 Brentford - QPR (Stöð 2 Sport)
13.55 Cagliari - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)
16.55 Lazio - Napoli (Stöð 2 Sport)
19.40 Inter - Atalanta (Stöð 2 Sport 2)
21.20 San Francisco 49ers - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport)
00.00 Sony Open in Hawaii
01.05 Baltimore Ravens - Tennessee Titans (Stöð 2 Sport)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.