Starfshópur um þjóðarleikvang fyrir innanhússíþróttir skipaður Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 18:08 Laugardalshöllin tekur um 2.300 manns í sæti í dag. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að gera tillögur um þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir. Hún segir það brýnt verkefni að fá úr því skorið hvernig tryggja skuli að aðstaða fyrir íþróttafólk sé best. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir jafnframt að starfshópurinn muni vinna forvinnu sem á að upplýsa betur hvernig vinna eigi eftir nýrri reglugerð um þjóðarleikvanga, afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma litið. Þá verður starfshópnum ætlað að greina mögulega nýtingu mannvirkja sem fyrir eru eða hvort reisa þurfi ný mannvirki til þess að hægt sé að standa fyrir alþjóðlegum keppnum.Sjá einnig: Höllin verður aldursforseti Evrópu Þá segir Lilja starfshópinn vera skipaðan frábæru fólki og það sé henni sönn ánægja að setja hann af stað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sama streng og segist fagna því að þessi vinna sé farin af stað. „Þá er mikilvægt að þessi grunnur sem verður lagður leiði til ákvarðana. Um leið er mikilvægt að ríkið og sérsamböndin séu öll við borðið þegar þjóðarleikvangar eru annars vegar,” er haft eftir Degi á í tilkynningu. Ekkert hús á Íslandi uppfyllir skilyrði Handknattleikssambands Evrópu Mikil umræða var um málið síðasta sumar þegar Selfoss fékk ekki þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu vegna þess að ekkert hús á Íslandi uppfyllti þau skilyrði sem Handknattleikssamband Evrópu setur. Þar eru til að mynda gerðar kröfur um 2.500 manna hús sem ekki fékkst undanþága frá.Sjá einnig: HSÍ kallar eftir svörum: „Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ sagði þá ákvörðun Handknattleikssambands Evrópu að veita Selfossi ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni mikið sjokk. Sambandið hafi bent HSÍ á að þetta ætti ekki að koma á óvart þar sem margoft hefði verið bent á að húsnæði hér á landi uppfylltu ekki kröfur og að landsliðið væri á undanþágu í Laugardalshöll fyrir landsleiki. „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina,“ sagði Guðmundur. Ráðgert er að starfshópurinn skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. maí á þessu ári. Fótbolti Handbolti Íþróttir Körfubolti Reykjavík Tengdar fréttir Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00 Höllin verður aldursforseti Evrópu Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraína eru með eldri hallir. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhölll Evrópu verði í Laugardalshöll. 21. september 2019 10:00 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að gera tillögur um þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir. Hún segir það brýnt verkefni að fá úr því skorið hvernig tryggja skuli að aðstaða fyrir íþróttafólk sé best. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir jafnframt að starfshópurinn muni vinna forvinnu sem á að upplýsa betur hvernig vinna eigi eftir nýrri reglugerð um þjóðarleikvanga, afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma litið. Þá verður starfshópnum ætlað að greina mögulega nýtingu mannvirkja sem fyrir eru eða hvort reisa þurfi ný mannvirki til þess að hægt sé að standa fyrir alþjóðlegum keppnum.Sjá einnig: Höllin verður aldursforseti Evrópu Þá segir Lilja starfshópinn vera skipaðan frábæru fólki og það sé henni sönn ánægja að setja hann af stað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sama streng og segist fagna því að þessi vinna sé farin af stað. „Þá er mikilvægt að þessi grunnur sem verður lagður leiði til ákvarðana. Um leið er mikilvægt að ríkið og sérsamböndin séu öll við borðið þegar þjóðarleikvangar eru annars vegar,” er haft eftir Degi á í tilkynningu. Ekkert hús á Íslandi uppfyllir skilyrði Handknattleikssambands Evrópu Mikil umræða var um málið síðasta sumar þegar Selfoss fékk ekki þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu vegna þess að ekkert hús á Íslandi uppfyllti þau skilyrði sem Handknattleikssamband Evrópu setur. Þar eru til að mynda gerðar kröfur um 2.500 manna hús sem ekki fékkst undanþága frá.Sjá einnig: HSÍ kallar eftir svörum: „Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ sagði þá ákvörðun Handknattleikssambands Evrópu að veita Selfossi ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni mikið sjokk. Sambandið hafi bent HSÍ á að þetta ætti ekki að koma á óvart þar sem margoft hefði verið bent á að húsnæði hér á landi uppfylltu ekki kröfur og að landsliðið væri á undanþágu í Laugardalshöll fyrir landsleiki. „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina,“ sagði Guðmundur. Ráðgert er að starfshópurinn skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. maí á þessu ári.
Fótbolti Handbolti Íþróttir Körfubolti Reykjavík Tengdar fréttir Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00 Höllin verður aldursforseti Evrópu Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraína eru með eldri hallir. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhölll Evrópu verði í Laugardalshöll. 21. september 2019 10:00 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30
HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00
Höllin verður aldursforseti Evrópu Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraína eru með eldri hallir. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhölll Evrópu verði í Laugardalshöll. 21. september 2019 10:00
Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32