Dagblöðin sátu hjá í stærsta sigri Íslands í áraraðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2020 12:00 Mikkel Hansen súr og svekktur eins og danska þjóðin eftir magnaðan sigur íslenska liðsins í Malmö á laugardaginn. EPA/ANDREAS HILLERGREN Meðan öll danska pressan fylgdist skelfingu lostin með leik Íslendinga og Dana þar sem Íslendingar lögðu heims- og ólympíumeistarana sat stór hluti íslenskra fjölmiðla heima. Ríkisútvarpið sendi beint frá leiknum í sjónvarpi og útvarpi og var með íþróttafréttamenn á staðnum auk þess sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stendur vaktina. En það þykja söguleg tíðindi að enginn fulltrúi íslenskra dagblaða flaug utan til þess að verða vitni að leiknum sögulega. Með fulltrúa frá áttunda áratugnum Karlalandsliðið vann einn sinn fræknasta sigur í áraraðir þegar strákarnir okkar lögðu heims- og ólympíumeistara Danmerkur 31-30 í Malmö á laugardag. Morgunblaðið, elsta starfandi dagblað landsins, hefur sent fulltrúa á stórmót karlalandsliðsins síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Það kom því mörgum í opna skjöldu að miðillinn sendi hvorki blaðamann né ljósmyndara frá Íslandi til Malmö þar sem íslenska liðið spilar. Fréttablaðið hefur sömuleiðis frá stofnun árið 2001 verið fastagestur á stórmótum karlalandsliðsins í janúar. Blaðamaður og ljósmyndari hafa fylgt landsliðinu hvert fótmál. Raunar er svo að Fréttablaðið og Morgunblaðið hafa verið vel skreytt myndum ljósmyndara blaðanna frá EM og HM í handbolta í janúar ár eftir ár. Þær myndir sem birtast nú eru hins vegar úr erlendum myndabönkum. „Íslenska fjölmiðlasveitin hefur lokið störfum,“ sagði fulltrúi íslensku pressunnar á blaðamannafundi með íslenska landsliðinu í gær. Hlegið var að þessum ummælum enda var blaðamannafundurinn í meira lagi fámennur. Tveir íslenskir fjölmiðlar og enginn erlendur. Bagaleg staða „Það er allavega orðið mjög langt síðan það voru svona fáir. Þetta veldur okkur mjög miklum vonbrigðum,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands. Róbert segir mestan söknuð af Morgunblaðinu. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Vísir/Baldur Hrafnkell „Þeir hafa fylgt okkur yfir undanfarna áratugi,“ segir Róbert. Fjarvera Fréttablaðsins geri stöðuna bagalega enda enginn fulltrúi frá íslenskum dagblöðum að fylgja handboltalandsliðinu eftir. Landsliðið sem margir hafa lýst sem sólarglætu í dimmum janúar ár hvert. Fulltrúar minni miðla, sem flestir eru ekki starfandi í dag, hafa sömuleiðis elt íslenska liðið á stórmót undanfarin ár. Sport.is, handbolti.net, fimmeinn.is og fleiri. Sömuleiðis stuðningssveitir á borð við Í blíðu og stríðu. Enginn slíkur fulltrúi er á ferðinni. Þá var DV með öfluga íþróttadeild á árum áður en Róbert segir miðilinn þó ekki hafa átt fulltrúa á handboltamótunum undanfarin ár. Fækkun íþróttafréttamanna áhyggjuefni Róbert er áhyggjufullur yfir þróuninni. Íþróttafréttamönnum fer fækkandi en skemmst er að minnast þess þegar þremur reynslumiklum íþróttafréttamönnum var sagt upp á Morgunblaðinu í nóvember. Þeirra á meðal reynsluboltar sem hafa fylgt íslenska liðinu undanfarin ár og jafnvel áratugi. „Íþróttir eru ein stærsta fjöldahreyfing landsins. Þegar þeim sem fjalla um íþróttir fækkar þá er það áhyggjuefni fyrir hreyfinguna.“ Hann minnir á að HSÍ sinni sömuleiðis fréttaflutningi á heimasíðu sinni en þar skrifar maður sem kann til verka, Ívar Benediktsson sem var um árabil handboltasérfræðingur Morgunblaðsins fram að uppsögnunum í nóvember. Róbert telur eðlilegt að álykta að fjarvera fjölmiðlanna tengist fjárhagslegum erfiðleikum. Ítrekað hefur komið fram að að einkareknir fjölmiðlar standa höllum fæti hér á landi. Morgunblaðið tapaði til að mynda á fimmta hundrað milljónum í fyrra. Watch the Game Highlights from Denmark vs. Iceland, 01/11/2020 pic.twitter.com/EjPeqCQjSp— EHF EURO (@EHFEURO) January 11, 2020 Riðill Íslands er spilaður í Malmö og telur Róbert að um 200 fjölmiðlamenn séu að fylgjast með gangi mála í riðlinum sem telur fjórar þjóðir. Rússland og Unverjaland auk Danmerkur og Íslands. Meginþorri fjölmiðlamannanna er danskur og sænskur. Svo má þar finna fulltrúa RÚV og Sýnar sem rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Eftir að fréttastofa ræddi við Róbert bárust þær upplýsingar frá Morgunblaðinu að blaðið hefði tryggt sér þjónustu íslensks ljósmyndara sem búsettur er í Danmörku. Sá var viðstaddur leikinn við Danmörku og sótti stuðningsmannahitting fyrir leikinn. Erfitt að fá fjölmiðlapassa úr þessu Telja má líklegt að ritstjórar á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu velti í það minnsta fyrir sér, í ljósi sigursins óvænta á laugardaginn, að koma fulltrúum sínum í flug til Kaupmannahafnar og til Malmö. Það getur hins vegar reynst erfitt að útvega sér fjölmiðlapassa þegar mótið er hafið. Slíkt þarf að fara sínar leiðir. „Við myndum að sjálfsögðu reyna að aðstoða alla við að fá réttindi,“ segir Róbert Geir þótt engu sé hægt að lofa. Fjölmiðlafólki fjölgi enn frekar þegar milliriðlarnir fara í gang. Ljóst er að milliriðill Íslands, komist okkar menn þangað, verður spilaður í Malmö. Huge celebrations by @HSI_Iceland after Bjorgvinn Pall Gustavsson saves the last penalty and gives them a 31:30 victory over @dhf_haandbold #ehfeuro2020 #dreamwinremember pic.twitter.com/BvlD2t0NWs— EHF EURO (@EHFEURO) January 11, 2020 EM 2020 í handbolta Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppgjör Henrys: Galdramaðurinn Gullmundur launaði Dönum lambið gráa Guðmundur Þórður Guðmundsson skilaði Dönum Ólympíugulli en fékk aldrei þá virðingu sem hann átti skilið þar í landi. Danir læra kannski að bera almennilega virðingu fyrir manninum eftir leik kvöldsins sem Íslendingar unnu með glæsibrag, 31-30. 11. janúar 2020 20:30 Svona var stemmningin í stúkunni þegar sigurinn var í höfn | Myndband Ísland byrjaði Evrópumótið 2020 á því að vinna heims- og Ólympíumeistara Danmerkur. 11. janúar 2020 23:35 Martröð, hefnd Guðmundar og þjófnaður meðal umsagna dönsku miðlanna eftir tapið gegn Íslandi Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki. 11. janúar 2020 20:01 Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Meðan öll danska pressan fylgdist skelfingu lostin með leik Íslendinga og Dana þar sem Íslendingar lögðu heims- og ólympíumeistarana sat stór hluti íslenskra fjölmiðla heima. Ríkisútvarpið sendi beint frá leiknum í sjónvarpi og útvarpi og var með íþróttafréttamenn á staðnum auk þess sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stendur vaktina. En það þykja söguleg tíðindi að enginn fulltrúi íslenskra dagblaða flaug utan til þess að verða vitni að leiknum sögulega. Með fulltrúa frá áttunda áratugnum Karlalandsliðið vann einn sinn fræknasta sigur í áraraðir þegar strákarnir okkar lögðu heims- og ólympíumeistara Danmerkur 31-30 í Malmö á laugardag. Morgunblaðið, elsta starfandi dagblað landsins, hefur sent fulltrúa á stórmót karlalandsliðsins síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Það kom því mörgum í opna skjöldu að miðillinn sendi hvorki blaðamann né ljósmyndara frá Íslandi til Malmö þar sem íslenska liðið spilar. Fréttablaðið hefur sömuleiðis frá stofnun árið 2001 verið fastagestur á stórmótum karlalandsliðsins í janúar. Blaðamaður og ljósmyndari hafa fylgt landsliðinu hvert fótmál. Raunar er svo að Fréttablaðið og Morgunblaðið hafa verið vel skreytt myndum ljósmyndara blaðanna frá EM og HM í handbolta í janúar ár eftir ár. Þær myndir sem birtast nú eru hins vegar úr erlendum myndabönkum. „Íslenska fjölmiðlasveitin hefur lokið störfum,“ sagði fulltrúi íslensku pressunnar á blaðamannafundi með íslenska landsliðinu í gær. Hlegið var að þessum ummælum enda var blaðamannafundurinn í meira lagi fámennur. Tveir íslenskir fjölmiðlar og enginn erlendur. Bagaleg staða „Það er allavega orðið mjög langt síðan það voru svona fáir. Þetta veldur okkur mjög miklum vonbrigðum,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands. Róbert segir mestan söknuð af Morgunblaðinu. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Vísir/Baldur Hrafnkell „Þeir hafa fylgt okkur yfir undanfarna áratugi,“ segir Róbert. Fjarvera Fréttablaðsins geri stöðuna bagalega enda enginn fulltrúi frá íslenskum dagblöðum að fylgja handboltalandsliðinu eftir. Landsliðið sem margir hafa lýst sem sólarglætu í dimmum janúar ár hvert. Fulltrúar minni miðla, sem flestir eru ekki starfandi í dag, hafa sömuleiðis elt íslenska liðið á stórmót undanfarin ár. Sport.is, handbolti.net, fimmeinn.is og fleiri. Sömuleiðis stuðningssveitir á borð við Í blíðu og stríðu. Enginn slíkur fulltrúi er á ferðinni. Þá var DV með öfluga íþróttadeild á árum áður en Róbert segir miðilinn þó ekki hafa átt fulltrúa á handboltamótunum undanfarin ár. Fækkun íþróttafréttamanna áhyggjuefni Róbert er áhyggjufullur yfir þróuninni. Íþróttafréttamönnum fer fækkandi en skemmst er að minnast þess þegar þremur reynslumiklum íþróttafréttamönnum var sagt upp á Morgunblaðinu í nóvember. Þeirra á meðal reynsluboltar sem hafa fylgt íslenska liðinu undanfarin ár og jafnvel áratugi. „Íþróttir eru ein stærsta fjöldahreyfing landsins. Þegar þeim sem fjalla um íþróttir fækkar þá er það áhyggjuefni fyrir hreyfinguna.“ Hann minnir á að HSÍ sinni sömuleiðis fréttaflutningi á heimasíðu sinni en þar skrifar maður sem kann til verka, Ívar Benediktsson sem var um árabil handboltasérfræðingur Morgunblaðsins fram að uppsögnunum í nóvember. Róbert telur eðlilegt að álykta að fjarvera fjölmiðlanna tengist fjárhagslegum erfiðleikum. Ítrekað hefur komið fram að að einkareknir fjölmiðlar standa höllum fæti hér á landi. Morgunblaðið tapaði til að mynda á fimmta hundrað milljónum í fyrra. Watch the Game Highlights from Denmark vs. Iceland, 01/11/2020 pic.twitter.com/EjPeqCQjSp— EHF EURO (@EHFEURO) January 11, 2020 Riðill Íslands er spilaður í Malmö og telur Róbert að um 200 fjölmiðlamenn séu að fylgjast með gangi mála í riðlinum sem telur fjórar þjóðir. Rússland og Unverjaland auk Danmerkur og Íslands. Meginþorri fjölmiðlamannanna er danskur og sænskur. Svo má þar finna fulltrúa RÚV og Sýnar sem rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Eftir að fréttastofa ræddi við Róbert bárust þær upplýsingar frá Morgunblaðinu að blaðið hefði tryggt sér þjónustu íslensks ljósmyndara sem búsettur er í Danmörku. Sá var viðstaddur leikinn við Danmörku og sótti stuðningsmannahitting fyrir leikinn. Erfitt að fá fjölmiðlapassa úr þessu Telja má líklegt að ritstjórar á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu velti í það minnsta fyrir sér, í ljósi sigursins óvænta á laugardaginn, að koma fulltrúum sínum í flug til Kaupmannahafnar og til Malmö. Það getur hins vegar reynst erfitt að útvega sér fjölmiðlapassa þegar mótið er hafið. Slíkt þarf að fara sínar leiðir. „Við myndum að sjálfsögðu reyna að aðstoða alla við að fá réttindi,“ segir Róbert Geir þótt engu sé hægt að lofa. Fjölmiðlafólki fjölgi enn frekar þegar milliriðlarnir fara í gang. Ljóst er að milliriðill Íslands, komist okkar menn þangað, verður spilaður í Malmö. Huge celebrations by @HSI_Iceland after Bjorgvinn Pall Gustavsson saves the last penalty and gives them a 31:30 victory over @dhf_haandbold #ehfeuro2020 #dreamwinremember pic.twitter.com/BvlD2t0NWs— EHF EURO (@EHFEURO) January 11, 2020
EM 2020 í handbolta Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppgjör Henrys: Galdramaðurinn Gullmundur launaði Dönum lambið gráa Guðmundur Þórður Guðmundsson skilaði Dönum Ólympíugulli en fékk aldrei þá virðingu sem hann átti skilið þar í landi. Danir læra kannski að bera almennilega virðingu fyrir manninum eftir leik kvöldsins sem Íslendingar unnu með glæsibrag, 31-30. 11. janúar 2020 20:30 Svona var stemmningin í stúkunni þegar sigurinn var í höfn | Myndband Ísland byrjaði Evrópumótið 2020 á því að vinna heims- og Ólympíumeistara Danmerkur. 11. janúar 2020 23:35 Martröð, hefnd Guðmundar og þjófnaður meðal umsagna dönsku miðlanna eftir tapið gegn Íslandi Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki. 11. janúar 2020 20:01 Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Uppgjör Henrys: Galdramaðurinn Gullmundur launaði Dönum lambið gráa Guðmundur Þórður Guðmundsson skilaði Dönum Ólympíugulli en fékk aldrei þá virðingu sem hann átti skilið þar í landi. Danir læra kannski að bera almennilega virðingu fyrir manninum eftir leik kvöldsins sem Íslendingar unnu með glæsibrag, 31-30. 11. janúar 2020 20:30
Svona var stemmningin í stúkunni þegar sigurinn var í höfn | Myndband Ísland byrjaði Evrópumótið 2020 á því að vinna heims- og Ólympíumeistara Danmerkur. 11. janúar 2020 23:35
Martröð, hefnd Guðmundar og þjófnaður meðal umsagna dönsku miðlanna eftir tapið gegn Íslandi Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki. 11. janúar 2020 20:01
Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels