Handbolti

Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Forsetinn var í stuði á Paddys.
Forsetinn var í stuði á Paddys.

Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag.

HSÍ stendur fyrir því að fólk hittist á barnum Paddy's í miðbænum og þar var varla hægt að labba í dag vegna fjölda fólks. Frábær stemning og mikið sungið.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta í gleðskapinn. Það var létt í forsetanum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Guðni verður einn af rúmlega 1.000 þúsund Íslendingum sem fara á leikinn gegn Dönum í kvöld. Það verður við ramman reip að draga innan sem utan vallar enda von á um 10 þúsund Dönum á leikinn.

Klippa: Forsetinn skemmti sér í Malmö

Tengdar fréttir

Hansen: Guðjón Valur virðist ekki eldast

Stórskyttan Mikkel Hansen er handviss um að leikurinn gegn Íslandi í kvöld eigi eftir að verða erfiður fyrir heims- og Ólympíumeistarana.

Guðjón Valur: Á liðsfélögunum allt að þakka

Hinn fertugi landsliðsfyrirliði, Guðjón Valur Sigurðsson, er mættur á sitt 22. stórmót á ferlinum sem er ótrúlegur áfangi. Það sem er kannski enn ótrúlegra er að hann er ekkert að gefa eftir.

Viggó: Mig hefur dreymt um þessa stund

Nýliðinn af Seltjarnarnesinu, Viggó Kristjánsson, mun fá nokkuð stórt hlutverk á EM en hann deilir skyttustöðunni hægra megin með Alexander Peterssyni.

Guðmundur: Eins og að hafa lært mjög vel fyrir próf

"Staðan er nokkuð góð og mér líður vel. Mér finnst ég hafa gert það sem ég þurfti til þess að undirbúa liðið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson fyrir lokaæfingu liðsins í Malmö Arena í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×