Handbolti

Svona var stemmningin í stúkunni þegar sigurinn var í höfn | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar verjast lokaskoti Mikkels Hansen.
Íslendingar verjast lokaskoti Mikkels Hansen. vísir/getty

Þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta í stúkunni í Malmö Arena á leik Danmerkur og Íslands á EM 2020 létu íslensku stuðningsmennirnir vel í sér heyra.

Þeir ærðust einnig úr fögnuði þegar ljóst var að Íslandi myndi vinna leikinn, 30-31.

Glöggt dæmi um það má sjá á myndbandi sem Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður fótboltamanna og fyrrverandi handboltamaður, birti á Facebook í dag.



Rúmlega 1000 Íslendingar voru í Malmö Arena í dag, en um 10.000 Danir.

Eftir sigurinn í dag er Ísland með tvö stig í E-riðli, líkt og Ungverjaland.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn því rússneska á mánudaginn.


Tengdar fréttir

Uppgjör Henrys: Galdramaðurinn Gullmundur launaði Dönum lambið gráa

Guðmundur Þórður Guðmundsson skilaði Dönum Ólympíugulli en fékk aldrei þá virðingu sem hann átti skilið þar í landi. Danir læra kannski að bera almennilega virðingu fyrir manninum eftir leik kvöldsins sem Íslendingar unnu með glæsibrag, 31-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×