Innlent

Hnífsdalsvegur lokaður vegna snjóflóðs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nánast allir vegir á Vestfjörðum eru lokaðir vegna óveðurs og ófærðar.
Nánast allir vegir á Vestfjörðum eru lokaðir vegna óveðurs og ófærðar. vegagerðin

Nú á fjórða tímanum féll snjóflóð á Hnífsdalsveg á Vestfjörðum. Veginum hefur því verið lokað.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum keyrði bíll á flóðið en lenti ekki í því. Það slasaðist því enginn eða lenti í hættu vegna flóðsins.

Að sögn lögreglu er verið að skoða að opna veginn fljótlega aftur en sú opnun mun að öllum líkindum ekki var lengi.

Þá má búast við því að vegurinn verði lokaður í kvöld og nótt og hvetur lögregla íbúa til að fylgjast vel með veðri og færð á vegum á síðu Vegagerðarinnar og Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.