Hugur ráðherra hjá Vestfirðingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 09:59 Katrín Jakobsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Skógarhlíð í morgun. Með þeim er Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Samhæfingarstöð í Skógarhlið í Reykjavík var virkjuð vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði á tólfta tímanum í gærkvöld og er enn að störfum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, litu þar við á tíunda tímanum í morgun. Neyðarstigi var lýst yfir vegna snjóflóðanna og tók aðgerðastjórn á Ísafirði til starfa klukkan 23:44 í gærkvöld. Tólf mínútum síðar var búið að virkja Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð, þar sem „samhæfing aðgerða“ fer fram.Sjá einnig: Aukafréttatími í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni Í mörg horn hefur verið að líta; björgunarsveitir voru kallaðar út, Varðskipið Þór flutti menn, vistir og slasaða unglingsstúlku, huga hefur þurft að veðri og færð auk þess sem Rauði krossinn hefur unnið að uppsetningu fjöldahjálparstöðvar. Áslaug Arna tjáði sig stuttlega um snjóflóðin á Twittersíðu sinni í morgun. Þar sagði hún björgunarfólk hafa unnið þrekvirki þegar það bjargaði unglingsstúlkunni úr öðru flóðinu, hugur ráðherrans sé hjá Flateyringum, öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum. Fjöldahjálparstöð verður sett upp á Flateyri enda mikið áfall og minnir mikið á snjóflóðið sem féll 1995. Hugur minn er hjá Flateyringum og öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 15, 2020 Nánar verður rætt við ráðherrana í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Útsendingin hefst klukkan tólf og verður hægt að nálgast útsendinguna hér. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Samhæfingarstöð í Skógarhlið í Reykjavík var virkjuð vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði á tólfta tímanum í gærkvöld og er enn að störfum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, litu þar við á tíunda tímanum í morgun. Neyðarstigi var lýst yfir vegna snjóflóðanna og tók aðgerðastjórn á Ísafirði til starfa klukkan 23:44 í gærkvöld. Tólf mínútum síðar var búið að virkja Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð, þar sem „samhæfing aðgerða“ fer fram.Sjá einnig: Aukafréttatími í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni Í mörg horn hefur verið að líta; björgunarsveitir voru kallaðar út, Varðskipið Þór flutti menn, vistir og slasaða unglingsstúlku, huga hefur þurft að veðri og færð auk þess sem Rauði krossinn hefur unnið að uppsetningu fjöldahjálparstöðvar. Áslaug Arna tjáði sig stuttlega um snjóflóðin á Twittersíðu sinni í morgun. Þar sagði hún björgunarfólk hafa unnið þrekvirki þegar það bjargaði unglingsstúlkunni úr öðru flóðinu, hugur ráðherrans sé hjá Flateyringum, öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum. Fjöldahjálparstöð verður sett upp á Flateyri enda mikið áfall og minnir mikið á snjóflóðið sem féll 1995. Hugur minn er hjá Flateyringum og öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 15, 2020 Nánar verður rætt við ráðherrana í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Útsendingin hefst klukkan tólf og verður hægt að nálgast útsendinguna hér.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23
Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00