Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 18:49 Frá Flateyri í nótt. Þar varð tjón á smábátum þegar flóðið úr Skollahvilft féll í höfnina. Bæði snjóflóðin sem féllu á Flateyri seint í gærkvöldi fóru yfir varnargarð í bænum. Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar hafa í dag kannað snjóflóðin á Flateyri. Samkvæmt upplýsingum sem liggja fyrir nú áætlar Veðurstofan að flóðin á Flateyri í gær kunni að vera sambærileg að stærð við snjóflóð sem féll úr Skollahvilft við Flateyri árið 1995. Annað flóðið í gær kom úr Innra-Bæjargili og hafnaði á húsi við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu.Vísir/Hjalti Hitt flóðið féll úr Skollahvilft á Flateyri og olli tjóni í höfninni. Í ljós hefur komið að þetta flóð fór að hluta yfir varnargarðinn, eins og áður var vitað um flóðið sem féll hinum megin í bænum úr Innra-Bæjargili. Þá eru vísbendingar um að meira hafi flætt yfir Skollahvilftargarðinn en yfir garðinn undir Innra-Bæjargili. Niðurstöður mælinga liggja þó ekki fyrir. „Flóð yfir varnargarðana á tveimur stöðum nú kalla á endurmat á virkni varnargarðanna á Flateyri og þá um leið endurskoðun á hættumati sem gert var 2004,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi í dag að svo virtist sem eins konar öldugangur hefði myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili. Þessi öldugangur hefði valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu. Þá væri það ekki nema við allra verstu aðstæður að Veðurstofan búist við því að flóð gæti hugsanlega farið yfir varnargarðinn. Almannavarnir Snjóflóðin í Súðavík Veður Tengdar fréttir Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Bæði snjóflóðin sem féllu á Flateyri seint í gærkvöldi fóru yfir varnargarð í bænum. Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar hafa í dag kannað snjóflóðin á Flateyri. Samkvæmt upplýsingum sem liggja fyrir nú áætlar Veðurstofan að flóðin á Flateyri í gær kunni að vera sambærileg að stærð við snjóflóð sem féll úr Skollahvilft við Flateyri árið 1995. Annað flóðið í gær kom úr Innra-Bæjargili og hafnaði á húsi við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu.Vísir/Hjalti Hitt flóðið féll úr Skollahvilft á Flateyri og olli tjóni í höfninni. Í ljós hefur komið að þetta flóð fór að hluta yfir varnargarðinn, eins og áður var vitað um flóðið sem féll hinum megin í bænum úr Innra-Bæjargili. Þá eru vísbendingar um að meira hafi flætt yfir Skollahvilftargarðinn en yfir garðinn undir Innra-Bæjargili. Niðurstöður mælinga liggja þó ekki fyrir. „Flóð yfir varnargarðana á tveimur stöðum nú kalla á endurmat á virkni varnargarðanna á Flateyri og þá um leið endurskoðun á hættumati sem gert var 2004,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi í dag að svo virtist sem eins konar öldugangur hefði myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili. Þessi öldugangur hefði valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu. Þá væri það ekki nema við allra verstu aðstæður að Veðurstofan búist við því að flóð gæti hugsanlega farið yfir varnargarðinn.
Almannavarnir Snjóflóðin í Súðavík Veður Tengdar fréttir Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46
Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31
Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04