Innlent

Smá­lægð fyrir vestan land stjórnar veðrinu í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Hitinn verður um eða yfir frostmarki.
Hitinn verður um eða yfir frostmarki. vísir/vilhelm

Veðurstofan spáir suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndum í dag með skúrum og éljum sunnan- og vestanlands. Hitinn verður um eða yfir frostmarki. Þurrt að kalla og vægt frost á Norður- og Austurlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það sé smálægð fyrir vestan land sem stjórni veðrinu í dag, en á morgun hvessi af norðvestri austantil á landinu þegar alldjúp lægð fari norður milli Íslands og Noregs. Víða dálítil él og kólnar heldur í veðri.

„Minnkandi vestanátt og úrkomulítið á laugardag en um kvöldið má búast við vaxandi suðaustanátt þegar ný lægð nálgast úr suðvestri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Vestan 8-15 m/s og él V-til á landinu og við NA-ströndina, annars yfirleitt þurrt. Vægt frost.



Á laugardag: Vestan 5-13 og dálítil él, en léttskýjað A-lands. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. Snýst í vaxandi sunnanátt um kvöldið.



Á sunnudag: Sunnan 15-23 m/s og rigning, einkum S- og V-lands. Suðvestan 13-20 og skúrir eða slydduél síðdegis, en rofar til um landið NA-vert. Hiti 2 til 10 stig.



Á mánudag: Hvöss suðvestanátt og él, en þurrt A-lands. Hiti um eða undir frostmarki.



Á þriðjudag: Suðvestanátt og dálítil él, en þurrt A-til á landinu. Hiti um frostmark.



Á miðvikudag: Suðvestlæg átt og rigning eða slydda með köflum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×