Lífið

Hundlasin Manuela og Jón Eyþór fengu frábæra dóma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Veikindi Manuelu virtust ekki skipta neinu máli.
Veikindi Manuelu virtust ekki skipta neinu máli.

Manuela Ósk og Jón Eyþór dönsuðu Cha Cha við lögin Pata pata og Crazy in Love mixuð saman fyrir tæplega viku í beinni útsendingu á Stöð 2 í skemmtiþáttunum Allir geta dansað.

Atriðið gekk vel en fram kom að Manuela hafði verið veik alla vikuna fyrir þáttinn.

Dómararnir voru aftur á móti mjög sáttir með atriðið.

„Mjög flott og ég elska allt óvænt eins og að rífa sig úr. Mér fannst loka effectinn geggjaður og mjög vel dansað sérstaklega til að byrja með,“ sagði Selma.

„Í byrjuninni náðirðu stöðunni sem við höfum talað um súper. Basicið vel gert. Misstuð aðeins taktinn. Vel þjálfað Jón,“ sagði Karen.

„Færðu þungann meira fram í tábergið í næsta þætti,“ sagði Jóhann sem gaf þeim 9 í einkunn og Selma og Karen gáfu þeim 8.


Tengdar fréttir

Marta blá og marin eftir æfingar

Jón Viðar Arnþórsson og Marta Carrasco voru fyrsta parið á svið síðastliðið föstudagskvöld og dönsuðu þau Jive við lagið Gaggó vest með Eiríki Haukssyni. Jón Viðar var áður með Malín Öglu Kristjánsdóttur í teymi en hún er komin í leyfi þar sem hún er gengin yfir sex mánuði á leið.

Vala og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn

Vala Eiríks og Sigurður Már Atlason dönsuðu Paso Doble við lagið Don't let me be Misunderstood úr kvikmyndinni Kill Bill síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2.

Eyfi söng sjálfur lagið sem þau Telma dönsuðu við

Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir dönsuðu Enskan vals við lagið Beauty and the Beast í síðasta þætti af Allir geta dansað sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld.

Veigar og Ástrós með áreynslulausan Vínarvals

Veigar Páll Gunnarsson og Ástrós Traustadóttir dönsuðu Vínarvals undir laginu You Don't Own Me með Harley Quinn úr Suicide Squad í beinni útsendingu á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld í skemmtiþáttunum Allir geta dansað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×