Lífið

Veigar og Ástrós með áreynslulausan Vínarvals

Stefán Árni Pálsson skrifar
Veigar Páll hefur bætt sig mikið í seríunni.
Veigar Páll hefur bætt sig mikið í seríunni.

Veigar Páll Gunnarsson og Ástrós Traustadóttir dönsuðu Vínarvals undir laginu You Don't Own Me með Harley Quinn úr Suicide Squad í beinni útsendingu á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Atriðið þeirra gekk vonum framar og voru dómararnir sáttir.

„Fallegur vínarvals segir Jóhann. Ánægður með grunnsporin og haldið orðið miklu betra, ert búinn að loka hægri hendinni þinni. Hefði viljað sjá aðeins meira swing,“ sagði Jóhann sem er náttúrulega fullur af fróðleik eins og alltaf og Selma heimtaði að hann sýndi hvað hann væri að tala um sem kallast CBM.

„Áreynslulaust hjá ykkur, skora á þig að gleyma stund og stað og njóta þín. Vel gert,“ sagði Selma.

„Sýnduð fínan vínarvals, aðeins of mikið skopp. Ert með góðan ramma, staðan þín, annars vel gert og góður stöðugleiki,“ sagði Karen en allir dómarar gáfu þeim 8 í einkunn.


Tengdar fréttir

Marta blá og marin eftir æfingar

Jón Viðar Arnþórsson og Marta Carrasco voru fyrsta parið á svið síðastliðið föstudagskvöld og dönsuðu þau Jive við lagið Gaggó vest með Eiríki Haukssyni. Jón Viðar var áður með Malín Öglu Kristjánsdóttur í teymi en hún er komin í leyfi þar sem hún er gengin yfir sex mánuði á leið.

Vala og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn

Vala Eiríks og Sigurður Már Atlason dönsuðu Paso Doble við lagið Don't let me be Misunderstood úr kvikmyndinni Kill Bill síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2.

Eyfi söng sjálfur lagið sem þau Telma dönsuðu við

Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir dönsuðu Enskan vals við lagið Beauty and the Beast í síðasta þætti af Allir geta dansað sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×