Lífið

Marta blá og marin eftir æfingar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marta er að finna fyrir æfingunum.
Marta er að finna fyrir æfingunum.

Jón Viðar Arnþórsson og Marta Carrasco voru fyrsta parið á svið síðastliðið föstudagskvöld og dönsuðu þau Jive  við lagið Gaggó vest með Eiríki Haukssyni. Jón Viðar var áður með Malín Öglu Kristjánsdóttur í teymi en hún er komin í leyfi þar sem hún er gengin yfir sex mánuði á leið.

Atriðið þeirra heppnaðist vel en rétt fyrir atriðið kom í ljós að Marta er öll orðin blá og marin eftir æfingarnar. Greinilega mikið tekið á.

Þetta höfðu dómararnir að segja eftir dansinn.

„Þið komið inn með þvílíka sprengingu, kraftur, snerpa, ótrúlega flott. Varðandi taktinn, þú missir hann stundum út, er ánægð með spörkin þín,“ sagði Karen.

„Þið tókuð svo sannalega áhættu. Þetta var þinn besti performance. Þetta var æðislegt,“ sagði Selma.

„Lang flottasta atriði sem þú ert búinn að dansa. Spörkin góð og þunginn flottur. Mjög ánægður takk,“ sagði Jóhann en allir dómararnir gáfu þeim 8 í einkunn eftir dansinn á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Vala og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn

Vala Eiríks og Sigurður Már Atlason dönsuðu Paso Doble við lagið Don't let me be Misunderstood úr kvikmyndinni Kill Bill síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2.

Eyfi söng sjálfur lagið sem hann og Telma dönsuðu við

Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir dönsuðu Enskan vals við lagið Beauty and the Beast í síðasta þætti af Allir geta dansað sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.