Gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvert annað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. janúar 2020 15:00 Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. Vísir/Vilhelm Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. „Við setjumst niður á eftir og spjöllum saman yfir kaffibolla. Það eru náttúrulega allir velkomnir,“ segir séra Karl V. Matthíasson í samtali við fréttastofu. Snjóflóðið féll á fimmtán íbúðarhús á Súðavík aðfaranótt 16. janúar árið 1995. Fjórtán fórust í flóðinu, þar af átta börn. „Þetta er helgistund og samvera en einnig verður okkur hugsað til þeirra fyrr Vestan,“ segir Karl. Þrjú mjög stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti á þriðjudag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys á fólki. Unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu á Flateyri og var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði með varðskipinu Þór. Hann segir að snjóflóðin núna ýfi upp gömul sár og erfiðar tilfinningar fyrir marga, meðal annars hann sjálfan. „Ég var vakandi næstum alla nóttina að fylgjast með.“ Karl var einn af þeim sem kom til aðstoðar eftir að snjóflóðið féll í Súðavík á þessum degi árið 1995. „Ég var prestur þá á Tálknafirði og fór með togara ásamt björgunarsveitarfólki. Það var náttúrulega hræðilegt, ég fór á Ísafjörð og var að tala við fólk sem hafði lent í þessu. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, þetta var svo hræðilegt. Maður var svo vanmáttugur gagnvart þessu öllu, en bara gerði sitt besta.“ Karl segir að beðið verði fyrir landi og þjóð og komandi tíð á þessari samverustund. sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Sr. Leifur Ragnar Jónsson og munu þjóna með honum í kvöld. Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel og félagar úr kvennakór Guðríðarkirkju syngja. „Það er gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvort annað,“ segir hann að lokum. Reykjavík Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36 „Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. „Við setjumst niður á eftir og spjöllum saman yfir kaffibolla. Það eru náttúrulega allir velkomnir,“ segir séra Karl V. Matthíasson í samtali við fréttastofu. Snjóflóðið féll á fimmtán íbúðarhús á Súðavík aðfaranótt 16. janúar árið 1995. Fjórtán fórust í flóðinu, þar af átta börn. „Þetta er helgistund og samvera en einnig verður okkur hugsað til þeirra fyrr Vestan,“ segir Karl. Þrjú mjög stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti á þriðjudag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys á fólki. Unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu á Flateyri og var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði með varðskipinu Þór. Hann segir að snjóflóðin núna ýfi upp gömul sár og erfiðar tilfinningar fyrir marga, meðal annars hann sjálfan. „Ég var vakandi næstum alla nóttina að fylgjast með.“ Karl var einn af þeim sem kom til aðstoðar eftir að snjóflóðið féll í Súðavík á þessum degi árið 1995. „Ég var prestur þá á Tálknafirði og fór með togara ásamt björgunarsveitarfólki. Það var náttúrulega hræðilegt, ég fór á Ísafjörð og var að tala við fólk sem hafði lent í þessu. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, þetta var svo hræðilegt. Maður var svo vanmáttugur gagnvart þessu öllu, en bara gerði sitt besta.“ Karl segir að beðið verði fyrir landi og þjóð og komandi tíð á þessari samverustund. sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Sr. Leifur Ragnar Jónsson og munu þjóna með honum í kvöld. Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel og félagar úr kvennakór Guðríðarkirkju syngja. „Það er gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvort annað,“ segir hann að lokum.
Reykjavík Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36 „Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36
„Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent