Gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvert annað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. janúar 2020 15:00 Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. Vísir/Vilhelm Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. „Við setjumst niður á eftir og spjöllum saman yfir kaffibolla. Það eru náttúrulega allir velkomnir,“ segir séra Karl V. Matthíasson í samtali við fréttastofu. Snjóflóðið féll á fimmtán íbúðarhús á Súðavík aðfaranótt 16. janúar árið 1995. Fjórtán fórust í flóðinu, þar af átta börn. „Þetta er helgistund og samvera en einnig verður okkur hugsað til þeirra fyrr Vestan,“ segir Karl. Þrjú mjög stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti á þriðjudag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys á fólki. Unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu á Flateyri og var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði með varðskipinu Þór. Hann segir að snjóflóðin núna ýfi upp gömul sár og erfiðar tilfinningar fyrir marga, meðal annars hann sjálfan. „Ég var vakandi næstum alla nóttina að fylgjast með.“ Karl var einn af þeim sem kom til aðstoðar eftir að snjóflóðið féll í Súðavík á þessum degi árið 1995. „Ég var prestur þá á Tálknafirði og fór með togara ásamt björgunarsveitarfólki. Það var náttúrulega hræðilegt, ég fór á Ísafjörð og var að tala við fólk sem hafði lent í þessu. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, þetta var svo hræðilegt. Maður var svo vanmáttugur gagnvart þessu öllu, en bara gerði sitt besta.“ Karl segir að beðið verði fyrir landi og þjóð og komandi tíð á þessari samverustund. sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Sr. Leifur Ragnar Jónsson og munu þjóna með honum í kvöld. Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel og félagar úr kvennakór Guðríðarkirkju syngja. „Það er gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvort annað,“ segir hann að lokum. Reykjavík Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36 „Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. „Við setjumst niður á eftir og spjöllum saman yfir kaffibolla. Það eru náttúrulega allir velkomnir,“ segir séra Karl V. Matthíasson í samtali við fréttastofu. Snjóflóðið féll á fimmtán íbúðarhús á Súðavík aðfaranótt 16. janúar árið 1995. Fjórtán fórust í flóðinu, þar af átta börn. „Þetta er helgistund og samvera en einnig verður okkur hugsað til þeirra fyrr Vestan,“ segir Karl. Þrjú mjög stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti á þriðjudag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys á fólki. Unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu á Flateyri og var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði með varðskipinu Þór. Hann segir að snjóflóðin núna ýfi upp gömul sár og erfiðar tilfinningar fyrir marga, meðal annars hann sjálfan. „Ég var vakandi næstum alla nóttina að fylgjast með.“ Karl var einn af þeim sem kom til aðstoðar eftir að snjóflóðið féll í Súðavík á þessum degi árið 1995. „Ég var prestur þá á Tálknafirði og fór með togara ásamt björgunarsveitarfólki. Það var náttúrulega hræðilegt, ég fór á Ísafjörð og var að tala við fólk sem hafði lent í þessu. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, þetta var svo hræðilegt. Maður var svo vanmáttugur gagnvart þessu öllu, en bara gerði sitt besta.“ Karl segir að beðið verði fyrir landi og þjóð og komandi tíð á þessari samverustund. sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Sr. Leifur Ragnar Jónsson og munu þjóna með honum í kvöld. Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel og félagar úr kvennakór Guðríðarkirkju syngja. „Það er gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvort annað,“ segir hann að lokum.
Reykjavík Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36 „Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36
„Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00