Fótbolti

Sportpakkinn: Kýldi aðstoðardómara og var færður af velli í lögreglufylgd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það vill enginn sjá blóð í fótboltaleik. Domagoj Vida hjá Dynamo Kiev sést alblóðugur í leik með rússneska liðinu í Evrópudeildinni en hann tengist þó ekki þessari frétt.
Það vill enginn sjá blóð í fótboltaleik. Domagoj Vida hjá Dynamo Kiev sést alblóðugur í leik með rússneska liðinu í Evrópudeildinni en hann tengist þó ekki þessari frétt. Getty/Alexandr Gusev

Antoine Camilleri var eitthvað illa fyrir kallaður þegar hann sló aðstoðardómara niður í leik í 2. deildinni á Möltu. Atvikið varð í leik Sannat Lions og Oratory Youths og Arnar Björnsson skoðaði betur hvað var í gangi í þessum leik.

Camillery spilar með Sannat Lions og brást illa við þegar dómarinn rak hann útaf fyrir grjótharða tæklingu. Hann óð í aðstoðardómarann og sló hann niður. Aðstoðardómarinn, sem er átján ára, lá lengi á vellinum en á meðan var Camilleri færður af velli í lögreglufylgd.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að forystumenn Sannat liðsins riftu samningi við leikmanninn eftir að hafa sektað hann um 400 evrur.

Fótboltamaðurinn skapheiti kom fyrir rétt daginn eftir atvikið og þar var hann sektaður um 100 evrur. Aðrir og frægari fótboltamenn hafa gengið verklega fram í fótboltaleik.

Paulo Di Canio stuggaði við dómaranum Paul Alcock í leik Sheffield Wednesday og Arsenal haustið 1998. Alcock féll með tilþrifum og ítalski knattspyrnukappinn Di Canio fékk í kjölfarið ellefu leikja bann.

Hnefahögg Antoine Camilleri var miklu alvarlega en hrinding Di Canio. Aðstoðardómarinn yfirgaf völlinn alblóðugur í framan.

Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Kýldi aðstoðardómara og var færður af velli í lögreglufylgd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×