Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2020 17:51 Frá Flateyri í dag. Önundur Hafsteinn Pálsson Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafi í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum á Flateyri. Flóðin flæddu yfir leiðigarðana ofan Flateyrar á löngum köflum og mikinn flóðsnjó er að finna milli garðanna ofan þvergarðsins sem myndar tengingu á milli þeirra skammt ofan byggðarinnar. Útlínur flóðanna má sjá á kortinu hér að ofan. Rauða línan sýnir útlínur flóðsins sem féll 1995.Mynd/Veðurstofan. Neðan þvergarðsins eru flóðtungur innan við báða leiðigarðana sem hafa bæði kastast yfir leiðigarðana og einnig að einhverju leyti flætt yfir þvergarðinn eftir að hafa kastast yfir leiðigarðana ofar, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir jafnframt að flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili séu með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum og gefi þau mikilsverðar upplýsingar um streymi snjóflóða sem lenda á fyrirstöðum og virkni leiðigarða. Líkt og fram hefur komið fór annað snjóflóðið á hús að Ólafstúni 14 þaðan sem unglingstúlku var bjargað. „Flóðin virðast hafa kastast yfir garðana á talsverðri ferð vegna þess að ofarlega á innri hlið varnargarðanna er óhreyfður snjór sem flóðin hafa ekki sópað með sér en neðar hafa þau streymt með jörðu og brotið gróður og eyðilagt skilti og önnur mannvirki sem þar var að finna. Skollahvilftarflóðið rann alveg yfir svæðið á milli garðanna og upp að Innra-Bæjargilsgarðinum að innanverðu,“ að því er segir á vef Veðurstofunnar. Mælingar á rúmmáli flóðanna liggja ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum er áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærileg að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili var mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna. Meðfylgjandi myndir sýna ummerki flóðanna á leiðigörðunum. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. 16. janúar 2020 16:30 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafi í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum á Flateyri. Flóðin flæddu yfir leiðigarðana ofan Flateyrar á löngum köflum og mikinn flóðsnjó er að finna milli garðanna ofan þvergarðsins sem myndar tengingu á milli þeirra skammt ofan byggðarinnar. Útlínur flóðanna má sjá á kortinu hér að ofan. Rauða línan sýnir útlínur flóðsins sem féll 1995.Mynd/Veðurstofan. Neðan þvergarðsins eru flóðtungur innan við báða leiðigarðana sem hafa bæði kastast yfir leiðigarðana og einnig að einhverju leyti flætt yfir þvergarðinn eftir að hafa kastast yfir leiðigarðana ofar, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir jafnframt að flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili séu með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum og gefi þau mikilsverðar upplýsingar um streymi snjóflóða sem lenda á fyrirstöðum og virkni leiðigarða. Líkt og fram hefur komið fór annað snjóflóðið á hús að Ólafstúni 14 þaðan sem unglingstúlku var bjargað. „Flóðin virðast hafa kastast yfir garðana á talsverðri ferð vegna þess að ofarlega á innri hlið varnargarðanna er óhreyfður snjór sem flóðin hafa ekki sópað með sér en neðar hafa þau streymt með jörðu og brotið gróður og eyðilagt skilti og önnur mannvirki sem þar var að finna. Skollahvilftarflóðið rann alveg yfir svæðið á milli garðanna og upp að Innra-Bæjargilsgarðinum að innanverðu,“ að því er segir á vef Veðurstofunnar. Mælingar á rúmmáli flóðanna liggja ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum er áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærileg að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili var mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna. Meðfylgjandi myndir sýna ummerki flóðanna á leiðigörðunum.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. 16. janúar 2020 16:30 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. 16. janúar 2020 16:30
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30
Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45