Innlent

Rúmlega fertugur Pólverji lést í banaslysinu á Reykjanesbraut

Kjartan Kjartansson skrifar
Slysið varð á Reykjanesbraut á sunnudagskvöld en þá gerði slæmt veður og færð.
Slysið varð á Reykjanesbraut á sunnudagskvöld en þá gerði slæmt veður og færð. Vísir

Slæmt færi er talin orsök banaslyssins á Reykjanesbraut þar sem ökumaður fólksbíls lét lífið þegar bíll hans rakst framan á snjóplóg sem kom úr gagnstæðri átt á sunnudagskvöld. Ökumaðurinn sem lést var rúmlega fertugur Pólverji sem var búsettur hér á landi.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu virðist ökumaðurinn hafa misst stjórn á bílnum í slæmu færi sem gerði á sunnudagskvöld. Áreksturinn átti sér stað við álverið í Straumsvík á tíunda tímanum en fólksbílnum var þá ekið til suðurs í átt að Reykjanesbæ.

Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar var lokað í nokkrar klukkustundir vegna slyssins og voru viðbragðsaðilar að störfum á vettvangi langt fram á kvöld. Vegurinn var opnaður aftur um klukkan hálf eitt um nóttina.

Að ósk aðstandenda verður ekki greint opinberlega frá nafni mannsins sem lést, að sögn lögreglu.


Tengdar fréttir

Bana­slys á Reykja­nes­braut

Banaslys varð á Reykjanesbraut í gærkvöldi nærri Álverinu í Straumsvík skömmu fyrir klukkan hálf tíu í gærkvöldi.

Alvarlegt slys á Reykjanesbraut

Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman.

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í árekstri við snjóruðningstæki

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í hörðum árekstri fólksbíls og snjóruðningstækis á Reykjanesbraut, á móts við álverið í Straumsvík, í gærkvöld. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 21.22, en bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×