Innlent

Rúmlega fertugur Pólverji lést í banaslysinu á Reykjanesbraut

Kjartan Kjartansson skrifar
Slysið varð á Reykjanesbraut á sunnudagskvöld en þá gerði slæmt veður og færð.
Slysið varð á Reykjanesbraut á sunnudagskvöld en þá gerði slæmt veður og færð. Vísir

Slæmt færi er talin orsök banaslyssins á Reykjanesbraut þar sem ökumaður fólksbíls lét lífið þegar bíll hans rakst framan á snjóplóg sem kom úr gagnstæðri átt á sunnudagskvöld. Ökumaðurinn sem lést var rúmlega fertugur Pólverji sem var búsettur hér á landi.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu virðist ökumaðurinn hafa misst stjórn á bílnum í slæmu færi sem gerði á sunnudagskvöld. Áreksturinn átti sér stað við álverið í Straumsvík á tíunda tímanum en fólksbílnum var þá ekið til suðurs í átt að Reykjanesbæ.

Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar var lokað í nokkrar klukkustundir vegna slyssins og voru viðbragðsaðilar að störfum á vettvangi langt fram á kvöld. Vegurinn var opnaður aftur um klukkan hálf eitt um nóttina.

Að ósk aðstandenda verður ekki greint opinberlega frá nafni mannsins sem lést, að sögn lögreglu.


Tengdar fréttir

Bana­slys á Reykja­nes­braut

Banaslys varð á Reykjanesbraut í gærkvöldi nærri Álverinu í Straumsvík skömmu fyrir klukkan hálf tíu í gærkvöldi.

Alvarlegt slys á Reykjanesbraut

Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman.

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í árekstri við snjóruðningstæki

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í hörðum árekstri fólksbíls og snjóruðningstækis á Reykjanesbraut, á móts við álverið í Straumsvík, í gærkvöld. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 21.22, en bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.