Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir bílslys á Skeiðarársandi um miðjan dag. Þeirra á meðal eru þrjú börn. Samhæfingarmiðstöðin var virkjuð vegna slysins og rætt verður við deildarstjóra hjá almannavörnum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við ræðum einnig við íbúa á Flateyri; sjómenn sem misstu báta sína og eiganda hússins sem lenti í einu snjóflóðinu. Áfram verður fjallað um fyrirhugaða styttingu á opnunartíma leikskóla í Reykjavík. Fyrirkomulagið hefur þegar verið reynt í Kópavogi og við ræðum við leikskólastjóra sem segir það hafa gefist vel. Hún telur það vera lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum.

Einnig tökum við stöðuna á loðnuleit í kringum landið, kíkjum á íbúafund um miðhálendisþjóðgarð og skoðum ungan kóp sem var fluttur í Húsdýragarðinn í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.