Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 16:47 Meirihlutinn í borginni bætir við sig fylgi ef marka má nýja könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið. Foto: Vilhelm Gunnarsson „Vinstri græn eru auðvitað mjög þakklát fyrir þennan stuðning í könnun en þetta er auðvitað bara könnun og væri gott ef fylgið skilaði sér síðan í kosningum. Það hefur auðvitað verið rekinn harður og ósanngjarn áróður gegn okkur í meirihlutanum af minnihlutanum og þessum hægri fjölmiðlum, sem ég vil kalla svo. En við sjáum á þessari könnun að borgarbúar taka ekkert mark af þeim áróðri heldur standa með þeirri stefnu sem við höfum markað og meira til.“ Þetta sagði Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn innt eftir viðbrögðum við mikilli fylgisaukningu Vinstri grænna í borginni. Ný könnun, sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið, sýnir að Vinstri græn meira en tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 4,6% fylgi en í könnuninni mælist VG með 11,4 prósent fylgi. Hér er hægt að lesa nánar um fylgi flokkanna í borginni. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þetta sé hvatning til þess að vinna vel fyrir borgarbúa og ég held að borgarbúar sjái að við látum verkin tala. Við erum ekki bara frasar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera og ég held að þessi könnun sýni að borgarbúar eru sáttir við það.“ Aðspurð hvort hún væri sátt með samstarfið í núverandi meirihluta sagði Líf. „Já, veistu það, ég held að við höfum náð að sameina mjög breiða línu. Það er auðvitað flókið að vera í margra flokka samstarfi en ég held líka að það skili sér í meiri fjölbreytni og meiri sátt um það sem er gert vegna þess að samtalið er auðvitað mjög mikilvægt og gott að hlusta á alls konar sjónarmið og ég held að þessi meirihluti nái að dekka það allt.“ Samkvæmt könnuninni bæta Píratar líka mikið við sig og tvöfalda fylgi sitt. Þeir mælast með tæp sextán prósent. „Borgarbúar virðast ánægðir við okkar nálgun þar sem við veitum virkt aðhald og vinnum að réttlæti fyrir almenning með heiðarleika í fyrirrúmi. Einnig með að við séum til í gera það sem raunverulega þarf til að takast á við loftslagsvandann,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni í samtali við fréttastofu. Hún kvaðst aðspurð vera sátt í meirihlutasamstarfinu. „Ég tel okkur vera að skila góðum árangri fyrir borgarbúa með því að setja mikinn kraft í þau málefni sem sameina okkur. Við höfum sameinandi sýn um græna framtíð mannréttinda og félagslegs réttlætis og það skilar sér.“ Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
„Vinstri græn eru auðvitað mjög þakklát fyrir þennan stuðning í könnun en þetta er auðvitað bara könnun og væri gott ef fylgið skilaði sér síðan í kosningum. Það hefur auðvitað verið rekinn harður og ósanngjarn áróður gegn okkur í meirihlutanum af minnihlutanum og þessum hægri fjölmiðlum, sem ég vil kalla svo. En við sjáum á þessari könnun að borgarbúar taka ekkert mark af þeim áróðri heldur standa með þeirri stefnu sem við höfum markað og meira til.“ Þetta sagði Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn innt eftir viðbrögðum við mikilli fylgisaukningu Vinstri grænna í borginni. Ný könnun, sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið, sýnir að Vinstri græn meira en tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 4,6% fylgi en í könnuninni mælist VG með 11,4 prósent fylgi. Hér er hægt að lesa nánar um fylgi flokkanna í borginni. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þetta sé hvatning til þess að vinna vel fyrir borgarbúa og ég held að borgarbúar sjái að við látum verkin tala. Við erum ekki bara frasar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera og ég held að þessi könnun sýni að borgarbúar eru sáttir við það.“ Aðspurð hvort hún væri sátt með samstarfið í núverandi meirihluta sagði Líf. „Já, veistu það, ég held að við höfum náð að sameina mjög breiða línu. Það er auðvitað flókið að vera í margra flokka samstarfi en ég held líka að það skili sér í meiri fjölbreytni og meiri sátt um það sem er gert vegna þess að samtalið er auðvitað mjög mikilvægt og gott að hlusta á alls konar sjónarmið og ég held að þessi meirihluti nái að dekka það allt.“ Samkvæmt könnuninni bæta Píratar líka mikið við sig og tvöfalda fylgi sitt. Þeir mælast með tæp sextán prósent. „Borgarbúar virðast ánægðir við okkar nálgun þar sem við veitum virkt aðhald og vinnum að réttlæti fyrir almenning með heiðarleika í fyrirrúmi. Einnig með að við séum til í gera það sem raunverulega þarf til að takast á við loftslagsvandann,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni í samtali við fréttastofu. Hún kvaðst aðspurð vera sátt í meirihlutasamstarfinu. „Ég tel okkur vera að skila góðum árangri fyrir borgarbúa með því að setja mikinn kraft í þau málefni sem sameina okkur. Við höfum sameinandi sýn um græna framtíð mannréttinda og félagslegs réttlætis og það skilar sér.“
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira