Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 16:47 Meirihlutinn í borginni bætir við sig fylgi ef marka má nýja könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið. Foto: Vilhelm Gunnarsson „Vinstri græn eru auðvitað mjög þakklát fyrir þennan stuðning í könnun en þetta er auðvitað bara könnun og væri gott ef fylgið skilaði sér síðan í kosningum. Það hefur auðvitað verið rekinn harður og ósanngjarn áróður gegn okkur í meirihlutanum af minnihlutanum og þessum hægri fjölmiðlum, sem ég vil kalla svo. En við sjáum á þessari könnun að borgarbúar taka ekkert mark af þeim áróðri heldur standa með þeirri stefnu sem við höfum markað og meira til.“ Þetta sagði Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn innt eftir viðbrögðum við mikilli fylgisaukningu Vinstri grænna í borginni. Ný könnun, sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið, sýnir að Vinstri græn meira en tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 4,6% fylgi en í könnuninni mælist VG með 11,4 prósent fylgi. Hér er hægt að lesa nánar um fylgi flokkanna í borginni. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þetta sé hvatning til þess að vinna vel fyrir borgarbúa og ég held að borgarbúar sjái að við látum verkin tala. Við erum ekki bara frasar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera og ég held að þessi könnun sýni að borgarbúar eru sáttir við það.“ Aðspurð hvort hún væri sátt með samstarfið í núverandi meirihluta sagði Líf. „Já, veistu það, ég held að við höfum náð að sameina mjög breiða línu. Það er auðvitað flókið að vera í margra flokka samstarfi en ég held líka að það skili sér í meiri fjölbreytni og meiri sátt um það sem er gert vegna þess að samtalið er auðvitað mjög mikilvægt og gott að hlusta á alls konar sjónarmið og ég held að þessi meirihluti nái að dekka það allt.“ Samkvæmt könnuninni bæta Píratar líka mikið við sig og tvöfalda fylgi sitt. Þeir mælast með tæp sextán prósent. „Borgarbúar virðast ánægðir við okkar nálgun þar sem við veitum virkt aðhald og vinnum að réttlæti fyrir almenning með heiðarleika í fyrirrúmi. Einnig með að við séum til í gera það sem raunverulega þarf til að takast á við loftslagsvandann,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni í samtali við fréttastofu. Hún kvaðst aðspurð vera sátt í meirihlutasamstarfinu. „Ég tel okkur vera að skila góðum árangri fyrir borgarbúa með því að setja mikinn kraft í þau málefni sem sameina okkur. Við höfum sameinandi sýn um græna framtíð mannréttinda og félagslegs réttlætis og það skilar sér.“ Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
„Vinstri græn eru auðvitað mjög þakklát fyrir þennan stuðning í könnun en þetta er auðvitað bara könnun og væri gott ef fylgið skilaði sér síðan í kosningum. Það hefur auðvitað verið rekinn harður og ósanngjarn áróður gegn okkur í meirihlutanum af minnihlutanum og þessum hægri fjölmiðlum, sem ég vil kalla svo. En við sjáum á þessari könnun að borgarbúar taka ekkert mark af þeim áróðri heldur standa með þeirri stefnu sem við höfum markað og meira til.“ Þetta sagði Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn innt eftir viðbrögðum við mikilli fylgisaukningu Vinstri grænna í borginni. Ný könnun, sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið, sýnir að Vinstri græn meira en tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 4,6% fylgi en í könnuninni mælist VG með 11,4 prósent fylgi. Hér er hægt að lesa nánar um fylgi flokkanna í borginni. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þetta sé hvatning til þess að vinna vel fyrir borgarbúa og ég held að borgarbúar sjái að við látum verkin tala. Við erum ekki bara frasar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera og ég held að þessi könnun sýni að borgarbúar eru sáttir við það.“ Aðspurð hvort hún væri sátt með samstarfið í núverandi meirihluta sagði Líf. „Já, veistu það, ég held að við höfum náð að sameina mjög breiða línu. Það er auðvitað flókið að vera í margra flokka samstarfi en ég held líka að það skili sér í meiri fjölbreytni og meiri sátt um það sem er gert vegna þess að samtalið er auðvitað mjög mikilvægt og gott að hlusta á alls konar sjónarmið og ég held að þessi meirihluti nái að dekka það allt.“ Samkvæmt könnuninni bæta Píratar líka mikið við sig og tvöfalda fylgi sitt. Þeir mælast með tæp sextán prósent. „Borgarbúar virðast ánægðir við okkar nálgun þar sem við veitum virkt aðhald og vinnum að réttlæti fyrir almenning með heiðarleika í fyrirrúmi. Einnig með að við séum til í gera það sem raunverulega þarf til að takast á við loftslagsvandann,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni í samtali við fréttastofu. Hún kvaðst aðspurð vera sátt í meirihlutasamstarfinu. „Ég tel okkur vera að skila góðum árangri fyrir borgarbúa með því að setja mikinn kraft í þau málefni sem sameina okkur. Við höfum sameinandi sýn um græna framtíð mannréttinda og félagslegs réttlætis og það skilar sér.“
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira