122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2020 08:16 Lögreglan þurfti að sinna útköllum vegna hávaða í öllum hverfum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. Í öllum hverfum þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum og alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt og þurftu lögreglumenn til að mynda að sinna þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugelda. Í flestum tilfellum komu slökkviliðsmenn einnig að málinu. Mál vegna vímuefnaaksturs fóru að koma upp fyrir miðnætti en í Laugardalnum var maður stöðvaður við akstur laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Í ljós kom að maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var málið klárað á staðnum og hann látinn fara leiðar sinnar gangandi. Á sama tíma í Vesturbæ var maður stöðvaður við akstur, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var handtekinn og við öryggisleit fundust pillur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Var hann fluttur á lögreglustöð og látinn laus eftir sýna- og skýrslutöku. Skömmu fyrir miðnætti varð árekstur í Breiðholti þar sem tjón varð á fjórum bifreiðum. Loka þurfti fyrir umferð á vettvangi í smá stund vegna vinnu á vettvangi og kalla þurfti á dráttarbifreiðar til þess að fjarlægja þrjár bifreiðar. Engin slys urðu á fólki. Þá var tilkynnt um nokkrar líkamsárásir, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þegar lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Önnur líkamsárás var svo tilkynnt í miðbænum á tólfta tímanum í gærkvöld og var hinn grunaði færður á lögreglustöð. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás um klukkan hálf tvö í nótt og maður færður á lögreglustöð vegna málsins. Þá var kona handtekinn í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan tvö í nótt grunuð um líkamsárás og var hún færð til vistunar á lögreglustöð. Klukkan þrjú í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi og maður vistaður á lögreglustöð vegna rannsóknar. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt var maður stöðvaður í Kópavogi, grunaður um ölvunarakstur. Þá var hann einnig grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi og að vera valdur að umferðaróhappi. Maðurinn var jafnframt grunaður um að hafa stungið af af vettvangi og var hann færður á lögreglustöð til sýnatöku og vistunar. Þrír voru færðir á lögreglustöð vegna ástands, tveir í Grafarvogi og einn í Hlíðahverfi. Meint fíkniefni fundust á einum en sá var óviðræðuhæfur sökum ástands. Allir voru vistaðir á lögreglustöð þar til ástandið lagaðist. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. Í öllum hverfum þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum og alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt og þurftu lögreglumenn til að mynda að sinna þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugelda. Í flestum tilfellum komu slökkviliðsmenn einnig að málinu. Mál vegna vímuefnaaksturs fóru að koma upp fyrir miðnætti en í Laugardalnum var maður stöðvaður við akstur laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Í ljós kom að maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var málið klárað á staðnum og hann látinn fara leiðar sinnar gangandi. Á sama tíma í Vesturbæ var maður stöðvaður við akstur, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var handtekinn og við öryggisleit fundust pillur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Var hann fluttur á lögreglustöð og látinn laus eftir sýna- og skýrslutöku. Skömmu fyrir miðnætti varð árekstur í Breiðholti þar sem tjón varð á fjórum bifreiðum. Loka þurfti fyrir umferð á vettvangi í smá stund vegna vinnu á vettvangi og kalla þurfti á dráttarbifreiðar til þess að fjarlægja þrjár bifreiðar. Engin slys urðu á fólki. Þá var tilkynnt um nokkrar líkamsárásir, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þegar lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Önnur líkamsárás var svo tilkynnt í miðbænum á tólfta tímanum í gærkvöld og var hinn grunaði færður á lögreglustöð. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás um klukkan hálf tvö í nótt og maður færður á lögreglustöð vegna málsins. Þá var kona handtekinn í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan tvö í nótt grunuð um líkamsárás og var hún færð til vistunar á lögreglustöð. Klukkan þrjú í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi og maður vistaður á lögreglustöð vegna rannsóknar. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt var maður stöðvaður í Kópavogi, grunaður um ölvunarakstur. Þá var hann einnig grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi og að vera valdur að umferðaróhappi. Maðurinn var jafnframt grunaður um að hafa stungið af af vettvangi og var hann færður á lögreglustöð til sýnatöku og vistunar. Þrír voru færðir á lögreglustöð vegna ástands, tveir í Grafarvogi og einn í Hlíðahverfi. Meint fíkniefni fundust á einum en sá var óviðræðuhæfur sökum ástands. Allir voru vistaðir á lögreglustöð þar til ástandið lagaðist.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira