122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2020 08:16 Lögreglan þurfti að sinna útköllum vegna hávaða í öllum hverfum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. Í öllum hverfum þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum og alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt og þurftu lögreglumenn til að mynda að sinna þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugelda. Í flestum tilfellum komu slökkviliðsmenn einnig að málinu. Mál vegna vímuefnaaksturs fóru að koma upp fyrir miðnætti en í Laugardalnum var maður stöðvaður við akstur laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Í ljós kom að maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var málið klárað á staðnum og hann látinn fara leiðar sinnar gangandi. Á sama tíma í Vesturbæ var maður stöðvaður við akstur, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var handtekinn og við öryggisleit fundust pillur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Var hann fluttur á lögreglustöð og látinn laus eftir sýna- og skýrslutöku. Skömmu fyrir miðnætti varð árekstur í Breiðholti þar sem tjón varð á fjórum bifreiðum. Loka þurfti fyrir umferð á vettvangi í smá stund vegna vinnu á vettvangi og kalla þurfti á dráttarbifreiðar til þess að fjarlægja þrjár bifreiðar. Engin slys urðu á fólki. Þá var tilkynnt um nokkrar líkamsárásir, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þegar lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Önnur líkamsárás var svo tilkynnt í miðbænum á tólfta tímanum í gærkvöld og var hinn grunaði færður á lögreglustöð. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás um klukkan hálf tvö í nótt og maður færður á lögreglustöð vegna málsins. Þá var kona handtekinn í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan tvö í nótt grunuð um líkamsárás og var hún færð til vistunar á lögreglustöð. Klukkan þrjú í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi og maður vistaður á lögreglustöð vegna rannsóknar. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt var maður stöðvaður í Kópavogi, grunaður um ölvunarakstur. Þá var hann einnig grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi og að vera valdur að umferðaróhappi. Maðurinn var jafnframt grunaður um að hafa stungið af af vettvangi og var hann færður á lögreglustöð til sýnatöku og vistunar. Þrír voru færðir á lögreglustöð vegna ástands, tveir í Grafarvogi og einn í Hlíðahverfi. Meint fíkniefni fundust á einum en sá var óviðræðuhæfur sökum ástands. Allir voru vistaðir á lögreglustöð þar til ástandið lagaðist. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. Í öllum hverfum þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum og alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt og þurftu lögreglumenn til að mynda að sinna þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugelda. Í flestum tilfellum komu slökkviliðsmenn einnig að málinu. Mál vegna vímuefnaaksturs fóru að koma upp fyrir miðnætti en í Laugardalnum var maður stöðvaður við akstur laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Í ljós kom að maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var málið klárað á staðnum og hann látinn fara leiðar sinnar gangandi. Á sama tíma í Vesturbæ var maður stöðvaður við akstur, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var handtekinn og við öryggisleit fundust pillur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Var hann fluttur á lögreglustöð og látinn laus eftir sýna- og skýrslutöku. Skömmu fyrir miðnætti varð árekstur í Breiðholti þar sem tjón varð á fjórum bifreiðum. Loka þurfti fyrir umferð á vettvangi í smá stund vegna vinnu á vettvangi og kalla þurfti á dráttarbifreiðar til þess að fjarlægja þrjár bifreiðar. Engin slys urðu á fólki. Þá var tilkynnt um nokkrar líkamsárásir, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þegar lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Önnur líkamsárás var svo tilkynnt í miðbænum á tólfta tímanum í gærkvöld og var hinn grunaði færður á lögreglustöð. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás um klukkan hálf tvö í nótt og maður færður á lögreglustöð vegna málsins. Þá var kona handtekinn í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan tvö í nótt grunuð um líkamsárás og var hún færð til vistunar á lögreglustöð. Klukkan þrjú í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi og maður vistaður á lögreglustöð vegna rannsóknar. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt var maður stöðvaður í Kópavogi, grunaður um ölvunarakstur. Þá var hann einnig grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi og að vera valdur að umferðaróhappi. Maðurinn var jafnframt grunaður um að hafa stungið af af vettvangi og var hann færður á lögreglustöð til sýnatöku og vistunar. Þrír voru færðir á lögreglustöð vegna ástands, tveir í Grafarvogi og einn í Hlíðahverfi. Meint fíkniefni fundust á einum en sá var óviðræðuhæfur sökum ástands. Allir voru vistaðir á lögreglustöð þar til ástandið lagaðist.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira