Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2020 11:56 Vilhjálmur Árnason, varaformaður Þingvallanefndar viðurkennir að gert hafi verið mistök í ráðningaferli um þjóðgarðsvörð Vísir/Vilhelm Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. Það hafi ráðið því að jafnréttisnefnd úrskurðaði að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög og kærandi fær tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Öll nefndin beri ábyrgð í málinu. Við sögðum frá því í gær að ríkið hefur dæmt Ólínu Þorvarardóttur tuttugu milljón króna bótagreiðslu rétt fyrir jól eftir að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög þegar gengið var framhjá henni um stöðu þjóðgarðsvarðar og karl ráðinn í hennar stað. í úrskurðinum kemur fram að þau hafi verið því sem næst jafn hæf þegar kom að hlutlægum þáttum. Því hefði átt að gæta sérstakrar vandvirkni við mat á huglægum þáttum. Það hafi ekki verið gert með fullnægjandi hætti. Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir að þar hafi átt sér stað mistök í ráðningaferlinu. „Ég er alveg sannfærður um að sá sem var ráðinn var hæfastur. Það sem úrskurður janfréttisnefndar kvað á um var að við gátum ekki sýnt fram á það á gagnsæan hátt þ.e. við skráðum ekki niður huglæga matið og þar að leiðandi endaði þetta svona. Ég veit ekki af hverju við gerum þetta ekki. Við fengum aðstoð við varðandi ráðningarferlið og treystum um of á þá aðstoð en það var ekki inní þeirri aðstoð að skrá þetta niður. Þetta eru mistök og eða yfirsjón við sjálft ferlið,“ segir Vilhjálmur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ólína Þorvarðardóttir að þeir sem tóku ákvörðunina um stöðu þjóðgarðasvarðar hafi ekki sætt ábyrgð. Vilhjálmur segir alla nefndina bera ábyrgð. „Það á við alla nefndina að hún gerði mistök þó að öll nefndin hafi ekki verið sammála um hvern átti að ráða heldur meirihlutinn þá á það við alla nefndina að engin skráði niður huglægt mat, þannig að allir bera ábyrgð,“ segir hann. Hann segir að nefndin hittist þann 22. janúar til að fara yfir málið en að öðru leiti telur hann því lokið. „Ég lít á að málinu sé lokið með samkomulagi,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. Það hafi ráðið því að jafnréttisnefnd úrskurðaði að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög og kærandi fær tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Öll nefndin beri ábyrgð í málinu. Við sögðum frá því í gær að ríkið hefur dæmt Ólínu Þorvarardóttur tuttugu milljón króna bótagreiðslu rétt fyrir jól eftir að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög þegar gengið var framhjá henni um stöðu þjóðgarðsvarðar og karl ráðinn í hennar stað. í úrskurðinum kemur fram að þau hafi verið því sem næst jafn hæf þegar kom að hlutlægum þáttum. Því hefði átt að gæta sérstakrar vandvirkni við mat á huglægum þáttum. Það hafi ekki verið gert með fullnægjandi hætti. Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir að þar hafi átt sér stað mistök í ráðningaferlinu. „Ég er alveg sannfærður um að sá sem var ráðinn var hæfastur. Það sem úrskurður janfréttisnefndar kvað á um var að við gátum ekki sýnt fram á það á gagnsæan hátt þ.e. við skráðum ekki niður huglæga matið og þar að leiðandi endaði þetta svona. Ég veit ekki af hverju við gerum þetta ekki. Við fengum aðstoð við varðandi ráðningarferlið og treystum um of á þá aðstoð en það var ekki inní þeirri aðstoð að skrá þetta niður. Þetta eru mistök og eða yfirsjón við sjálft ferlið,“ segir Vilhjálmur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ólína Þorvarðardóttir að þeir sem tóku ákvörðunina um stöðu þjóðgarðasvarðar hafi ekki sætt ábyrgð. Vilhjálmur segir alla nefndina bera ábyrgð. „Það á við alla nefndina að hún gerði mistök þó að öll nefndin hafi ekki verið sammála um hvern átti að ráða heldur meirihlutinn þá á það við alla nefndina að engin skráði niður huglægt mat, þannig að allir bera ábyrgð,“ segir hann. Hann segir að nefndin hittist þann 22. janúar til að fara yfir málið en að öðru leiti telur hann því lokið. „Ég lít á að málinu sé lokið með samkomulagi,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira