Ferðamennirnir í rútum á leið til Reykjavíkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 09:48 Afar erfiðar aðstæður voru í og við Langjökul. Myndin er frá björgunaraðgerðunum í gærkvöldi. andsbjörg Ferðamennirnir sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær eru nú á leið til Reykjavíkur með rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. Ferðamennirnir, sem telja 39 manns auk um tíu leiðsögumanna, voru allir komnir í hús í fjöldahjálparstöðina um áttaleytið í morgun. Verið var að færa síðustu ferðamennina úr húsi snemma á tíunda tímanum. „Aðgerðum hérna á svæðinu er að ljúka á næsta klukkutíma eða svo,“ segir Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum í samtali við Vísi. „Björgunarsveitir og sjúkralið eru að fara af vettvangi, Rauði krossinn verður aðeins lengur eftir á og svo tala ég við mína sjálfboðaliða og við tökum stöðuna.“ Gekk eins og smurð vél Jón Grétar segir hópinn hafa verið fjölbreyttan, af nokkrum þjóðernum og á öllum aldri – sá yngsti sex ára. Þá segir hann aðgerðir í Gullfosskaffi hafa gengið afar vel en Rauði krossinn veitti þar sálræna aðstoð, mat og drykk og stóð fyrir fataúthlutun. „Það gekk eins og smurð vél. Rauði krossinn er þaulvanur í þessu og okkur tókst rosalega vel. Við erum búin að styrkja mjög mikið okkar fólk á Suðurlandi þannig að við erum tilbúin í þetta. En fólki leið auðvitað eftir atvikum.“ Hópurinn verður fluttur til Reykjavíkur í rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Um er að ræða fyrirtækið Mountaineers of Iceland, samkvæmt heimildum Vísis. Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins. Nú líkt og þá var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. Enn er afar slæmt veður víða á landinu og á Suðurlandi en búið er að opna fyrir umferð um bæði Hellisheiði og Þrengsli, sem lokað var í gær vegna veðurs. Hópurinn frá Gullfossi ætti því að komast leiðar sinnar Reykjavíkur. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. 8. janúar 2020 08:12 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær eru nú á leið til Reykjavíkur með rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. Ferðamennirnir, sem telja 39 manns auk um tíu leiðsögumanna, voru allir komnir í hús í fjöldahjálparstöðina um áttaleytið í morgun. Verið var að færa síðustu ferðamennina úr húsi snemma á tíunda tímanum. „Aðgerðum hérna á svæðinu er að ljúka á næsta klukkutíma eða svo,“ segir Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum í samtali við Vísi. „Björgunarsveitir og sjúkralið eru að fara af vettvangi, Rauði krossinn verður aðeins lengur eftir á og svo tala ég við mína sjálfboðaliða og við tökum stöðuna.“ Gekk eins og smurð vél Jón Grétar segir hópinn hafa verið fjölbreyttan, af nokkrum þjóðernum og á öllum aldri – sá yngsti sex ára. Þá segir hann aðgerðir í Gullfosskaffi hafa gengið afar vel en Rauði krossinn veitti þar sálræna aðstoð, mat og drykk og stóð fyrir fataúthlutun. „Það gekk eins og smurð vél. Rauði krossinn er þaulvanur í þessu og okkur tókst rosalega vel. Við erum búin að styrkja mjög mikið okkar fólk á Suðurlandi þannig að við erum tilbúin í þetta. En fólki leið auðvitað eftir atvikum.“ Hópurinn verður fluttur til Reykjavíkur í rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Um er að ræða fyrirtækið Mountaineers of Iceland, samkvæmt heimildum Vísis. Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins. Nú líkt og þá var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. Enn er afar slæmt veður víða á landinu og á Suðurlandi en búið er að opna fyrir umferð um bæði Hellisheiði og Þrengsli, sem lokað var í gær vegna veðurs. Hópurinn frá Gullfossi ætti því að komast leiðar sinnar Reykjavíkur.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. 8. janúar 2020 08:12 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00
Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. 8. janúar 2020 08:12