Innlent

Í vímu undir stýri og hafnaði í snjóskafli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fíkniefni fundust í fórum ökumanns og farþega bílsins.
Fíkniefni fundust í fórum ökumanns og farþega bílsins. Vísir/vilhelm

Ökumaður, sem missti stjórn á bifreið sinni í nótt og hafnaði í snjóskafli, reyndist undir áhrifum fíkniefna. Þá fundust fíkniefni í fórum ökumanns og farþega bílsins, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem tilkynnt er um málið. Konurnar voru látnar lausar að lokinni skýrslutöku. 

Þá voru tveir handteknir seint í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þeir gista fangageymslu. Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem tilkynnt hafði verið um erlent par að rífast á þriðja tímanum í nótt. Málið var afgreitt á vettvangi.

Lögreglu í Kópavogi var seint í gærkvöldi tilkynnt um heimilisofbeldi. Í dagbók lögreglu segir að skýrsla hafi verið tekin af báðum aðilum málsins og þau að því búnu látin laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×