Lífið

Birkir Bjarna ferðast um Ísland með kærustunni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sophie Gordon og Birkir Bjarnason njóta lífsins á Íslandi þessa dagana.
Sophie Gordon og Birkir Bjarnason njóta lífsins á Íslandi þessa dagana. Instagram/Sophie Gordon

Birkir Bjarnason er í fríi á Íslandi í augnablikinu með kærustu sinni, frönsku fyrirsætunni Sophie Gordon. Parið hefur skoðað landið síðustu fimm daga og meðal annars eytt tíma með foreldrum Birkis, Bjarna Sveinbjörnssyni og Höllu Halldórsdóttur.

Sophie hefur birt nokkrar myndir frá Íslandsheimsókninni á Instagram og í Instastory. Þar grínast hún meðal annars með að þau hafi fundið sitt framtíðarheimili hér á landi. Fyrirsætan ferðast mikið um heiminn vegna vinnunnar og sýnir frá því á samfélagsmiðlum. Hún birti fyrst myndir af Birki á samfélagsmiðlum á síðasta ári, en fótboltamaðurinn spilar með Brescia Calcio á Ítalíu. 

Sophie hrósar Birki fyrir ljósmyndahæfileikana og birti myndir sem hann tók af henni í Námaskarði og Norðurþingi. Við eina myndina skrifaði hún Góðan daginn.

View this post on Instagram

Góðan daginn #morning#iceland

A post shared by Sophie Gordon (@gordonsophie) on

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fallegar myndir af parinu frá Instagram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.