Biðla til yfirvalda að finna lausnir fyrir listalífið Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2020 19:56 Íslenska Óperan, Íslenski dansflokkurinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarleikhúsið, Menningarfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið og RÚV eru aðilar að SAVÍST. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum og tónlist, SAVÍST, hvetja stjórnvöld til þess að leita leiða til að starfsemi lista- og menningarstofnana geti farið aftur af stað í þrepum á næstu vikum. Þau leggja til að skoðað verði hvort mögulegt sé að nálgast menningarstarfsemi með svipuðum hætti og gert hefur verið með íþróttahreyfinguna. Þetta kemur fram í ályktun frá SAVÍST þar sem þau ítreka mikilvægi þess að menningarlíf landsins komist aftur í gang. Það hafi stöðvast nær algjörlega þegar samkomutakmarkanir tóku fyrst gildi og menningarstofnanir hafi fylgt tilmælum yfirvalda í einu og öllu. Íslenska Óperan, Íslenski dansflokkurinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarleikhúsið, Menningarfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið og RÚV eru aðilar að SAVÍST. Þau segja mikilvægt að æfingar og annar undirbúningur geti hafist sem fyrst svo hægt sé að bregðast skjótt við ef tilslakanir verða, rétt eins og íþróttafólki hefur verið gert kleift að hefja æfingar á ný. Vilja þau leita allra leiða til þess að starfsemi geti farið af stað sem fyrst innan menningarstofnana, en þó alltaf í samræmi við tilmæli og skilyrði sem yfirvöld setja. „Að sjálfsögðu vilja menningarstofnanir geta tekið á móti gestum eins fljótt og auðið er en mikilvægast er þó að æfingar og annar undirbúningur viðburða geti hafist hið fyrsta og farið fram með eins eðlilegum hætti og unnt er. Þar mætti horfa til þeirra tilslakana sem gerðar hafa verið fyrir ákveðna þætti atvinnulífsins, íþróttahreyfinguna og skóla,“ segir í ályktun SAVÍST. Það sé mikið kappsmál að standa vörð um menningu og listir og þann breiða hóp sem hefur atvinnu af listgreinum. Þá sé það ekki síður mikilvægt fyrir alla þá landsmenn sem „sækja andlega næringu í þann brunn“. „Heill okkar og hamingja er í húfi,“ segir að lokum. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Dans Tónlist Íslenska óperan Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum og tónlist, SAVÍST, hvetja stjórnvöld til þess að leita leiða til að starfsemi lista- og menningarstofnana geti farið aftur af stað í þrepum á næstu vikum. Þau leggja til að skoðað verði hvort mögulegt sé að nálgast menningarstarfsemi með svipuðum hætti og gert hefur verið með íþróttahreyfinguna. Þetta kemur fram í ályktun frá SAVÍST þar sem þau ítreka mikilvægi þess að menningarlíf landsins komist aftur í gang. Það hafi stöðvast nær algjörlega þegar samkomutakmarkanir tóku fyrst gildi og menningarstofnanir hafi fylgt tilmælum yfirvalda í einu og öllu. Íslenska Óperan, Íslenski dansflokkurinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarleikhúsið, Menningarfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið og RÚV eru aðilar að SAVÍST. Þau segja mikilvægt að æfingar og annar undirbúningur geti hafist sem fyrst svo hægt sé að bregðast skjótt við ef tilslakanir verða, rétt eins og íþróttafólki hefur verið gert kleift að hefja æfingar á ný. Vilja þau leita allra leiða til þess að starfsemi geti farið af stað sem fyrst innan menningarstofnana, en þó alltaf í samræmi við tilmæli og skilyrði sem yfirvöld setja. „Að sjálfsögðu vilja menningarstofnanir geta tekið á móti gestum eins fljótt og auðið er en mikilvægast er þó að æfingar og annar undirbúningur viðburða geti hafist hið fyrsta og farið fram með eins eðlilegum hætti og unnt er. Þar mætti horfa til þeirra tilslakana sem gerðar hafa verið fyrir ákveðna þætti atvinnulífsins, íþróttahreyfinguna og skóla,“ segir í ályktun SAVÍST. Það sé mikið kappsmál að standa vörð um menningu og listir og þann breiða hóp sem hefur atvinnu af listgreinum. Þá sé það ekki síður mikilvægt fyrir alla þá landsmenn sem „sækja andlega næringu í þann brunn“. „Heill okkar og hamingja er í húfi,“ segir að lokum.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Dans Tónlist Íslenska óperan Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira