Innlent

Vill skoða hvort beita ætti sektum þar sem brunavörnum er ábótavant

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu vill skoða hvort beita ætti sektum þar sem brunavörnum er ábótavant.

Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa kveikt í húsi að Bræðraborgarstík í lok júní var í vikunni úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. september að kröfu lögreglu í þágu rannsóknar málsins.

Í kjölfar brunans upphófst mikil umræða um brunavarnir og bágan aðbúnað margra sem búa í gömlu- og jafnvel ósamþykktu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Til skoðunar er hvort breyta þurfi regluverki. Slökkviliðsstjóri vill skoða möguleikann á því að hægt verði að beita sektum.

„Dæmi, ef þú átt að vera með brunaviðvörunarkerfi í húsinu. Það er skylda að hafa það. Þá áttu að vera með reglubundið eftirlit með því. Ef þú ert ekki með það gæti það þá þýtt sekt. Það er í mínum huga ekkert léttvægara brot en að brjóta til dæmis umferðarreglur,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur nú að úttekt í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg.

„Þar er staðan sú að það er að vænta niðurstaða á haustmánuðum. Veit ekki nákvmælega hvar þetta er statt en vonandi koma niðurstöður því fyrr því betra,“ sagði Jón Viðar.

Aðspurður hverju sé helst tekið eftir í úttektinni segir hann að spurningar hafi vaknað um brunavarnir á leigumarkaði.

„Hvernig tæklum við leigumarkaðinn. Langtímaleigu, skammtímaleigu. Það er ágætis umgjörð í kringum gistiheimili og hótel er langtímaleiga kannski öðruvísi vaxin heldur en gistiheimili.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.