Fótbolti

Sjáðu dramatíkina hjá Sevilla og Wolves og mörkin úr öruggum sigri Shakhtar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lucas Ocompos var hetja Sevilla gegn Wolves.
Lucas Ocompos var hetja Sevilla gegn Wolves. getty/Rolf Vennenbernd

Sevilla og Shakhtar Donetsk tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Sevilla vann 1-0 sigur á Wolves á meðan Shakhtar Donetsk sigraði Basel, 4-1.

Lucas Ocampos skoraði sigurmark Sevilla gegn Wolves þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þetta er í sjötta sinn sem Sevilla kemst í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Í fyrstu fimm skiptin vann spænska liðið keppnina. Sevilla mætir Manchester United í undanúrslitunum á sunnudaginn.

Shakhtar Donetsk átti ekki í neinum vandræðum með að vinna Basel. Júnior Moares, Taison, Alan Patrick (víti) og Dodo skoruðu mörk úkraínsku meistaranna. Ricky van Wolfswinkel klóraði í bakkann fyrir Basel.

Shakhtar Donetsk mætir Inter í seinni undanúrslitaleiknum á mánudaginn. Úrslitaleikurinn verður svo í Köln 21. ágúst.

Mörkin sex úr leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sevilla 1-0 Wolves
Klippa: Shakhtar Donetsk 4-1 Basel

Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

 


Tengdar fréttir

Ocampos dró tennurnar úr Úlfunum

Sevilla er enn eina ferðina komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Mark Lucas Ocampos tryggði liðinu sigur á Wolves.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.