Innlent

Vélarvana bátur utan við Húsavík

Sylvía Hall skrifar
Björgunarmenn voru komnir að bátnum um 45 mínútum eftir að útkall barst. 
Björgunarmenn voru komnir að bátnum um 45 mínútum eftir að útkall barst.  Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitin Garðar var kölluð út um klukkan hálf sex í morgun vegna vélarvana báts við Lundeyjarbreka utan við Húsavík.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg eru aðstæður á svæðinu góðar og ekkert amar að bátsverjanum.

Um 45 mínútum eftir að útkallið barst voru björgunarmenn komnir með bátinn í tog aftan í björgunarbát og er hann á leið til hafnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×