Innlent

Lög­regla hafði af­skipti af tveimur veitinga­stöðum í gær­kvöldi

Sylvía Hall skrifar
Tveir veitingastaðir sem lögregla heimsótti virtu ekki tveggja metra regluna.
Tveir veitingastaðir sem lögregla heimsótti virtu ekki tveggja metra regluna. Vísir/Vilhelm

Afskipti voru höfð af tveimur veitingastöðum í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi vegna brota á tveggja metra reglunni. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu brugðust starfsmenn við ábendingum lögreglumanna og færðu bæði stóla og gesti svo viðmiðum væri fylgt.

Um tíuleytið í gærkvöldi var maður handtekinn í Breiðholti grunaður um ræktun fíkniefna. Lögregla lagði hald á tuttugu plöntur og önnur efni og tæki til framleiðslu á vettvangi og var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu.

Umferðaróhapp varð á Kjósaskarðsvegi á áttunda tímanum í gærkvöldi þegar ekið var á kind með tvö lömb. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bifreiðin flutt af vettvangi með Króki.

Þá voru afskipti höfð af nokkrum ökumönnum bæði í gærkvöldi og í nótt. Skömmu eftir miðnætti var bifreið stöðvuð í Kópavogi og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og ítrekaðan akstur eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Lögregla hafði svo afskipti af öðrum ökumanni í Kópavogi á þriðja tímanum í nótt eftir umferðaróhapp. Sá reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum.

Á Seltjarnarnesi var ökumaður stöðvaður á öðrum tímanum í nótt og er hann grunaður um ölvunarakstur.


Tengdar fréttir

Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi

Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×