Ný vefsíða gerir fólki kleift að máta húsgögn inn á heimilið í þrívídd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2020 20:30 Með hjálp tækninnar er nú hægt að máta húsgögn inni á heimilinu og sjá hvort þau passi við rýmið áður en kaup eiga sér stað. Vefverslun hefur aukist hratt undanfarið og kom hún mörgum vel í faraldri kórónuveirunnar. Auðveldara er orðið að versla föt og innbú á netinu en áður. Hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hefur þó stigið skrefinu lengra en það er fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða upp á aukinn veruleika á vef sínum. Með auknum veruleika getur fólk skoðað og mátað vörur heima hjá sér og séð þau líkt og þau væru í rýminu. „Þannig að varan í rauninni birtist heima hjá þér eða í skrifstofurýminu eða hvar sem er,“ sagði Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK Reykjavík. Verkefnið er unnið af FÓLK Reykjavík í samstarfi við KoiKoi, Undireins og Shopify. Í myndbandinu sjáum við hvernig þetta virkar fyrir sig. Þegar búið er að velja vöruna þarf að hreyfa símann svo að hann skynji rýmið. Nokkrum sekúndum seinna birtist varan og hægt er að hreyfa hana til - og sjá hvort hún passi inn í rýmið. Með þessu er fyrirtækið að bregðast við nýjum viðskipavenjum í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Fólk á erfiðara með að fara í verslun. Það hefur líka kannski minni áhuga á því það vill ekki smitast, það er að huga að sóttvörnum. Þannig með þessari síðu getur þú bara farið inn í gegnum iphone þinn. Kikkað á þá vöru sem þig langar að skoða og svo bara mátað hana inn,“ sagði Ragna Sara. Nýjungin virkar einungis í gegnum iphone síma en stefnt er á að gera hana aðgengilega í gegnum aðrar tegundir síma. „Eina sem við getum ekki boðið upp á, það er að snerta vöruna og koma við áferðina og slíkt. En þú getur vissulega séð stærðina, lengdina útlitið og hvernig þetta passar við annað heima hjá þér,“ sagði Ragna Sara. Síðan opnaði í dag og segist hún spennt fyrir viðbrögðum neytenda. Samkvæmt alþjóðlegum gögnum frá Shopify eykur þrívídd og aukinn veruleiki líkur á kaupum á vöru umtalsvert. „Það er mjög áhugavert að sjá hvernig faraldur kórónuveirunnar hefur farið með fyrirtæki og fyrirtækjarekstur. Við vorum í samtali við bæði þekkta verslunarkeðju erlendis og stóra vefverslun erlendis á sama tíma. Verslunarkeðjan lokaði samningum og sagði okkur að bíða í ár á meðan við kláruðum samningana við vefverslunina.“ Vefverslun hafi aukist gríðarlega að sögn Rögnu Söru. „Það er talað um að í Bandaríkjunum hafi vefverslun aukist jafn mikið á síðustu mánuðum og hún hefur gert á síðustu fimm til tíu árum. Það eru því gríðarlega hraðar breytingar að eiga sér stað núna og við erum afar þakklát að hafa samstarfsaðila hér á Íslandi sem geta hjálpað okkur að nýta þetta tækifæri sem felst í þessari krísu,“ sagði Ragna Sara. Verslun Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Með hjálp tækninnar er nú hægt að máta húsgögn inni á heimilinu og sjá hvort þau passi við rýmið áður en kaup eiga sér stað. Vefverslun hefur aukist hratt undanfarið og kom hún mörgum vel í faraldri kórónuveirunnar. Auðveldara er orðið að versla föt og innbú á netinu en áður. Hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hefur þó stigið skrefinu lengra en það er fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða upp á aukinn veruleika á vef sínum. Með auknum veruleika getur fólk skoðað og mátað vörur heima hjá sér og séð þau líkt og þau væru í rýminu. „Þannig að varan í rauninni birtist heima hjá þér eða í skrifstofurýminu eða hvar sem er,“ sagði Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK Reykjavík. Verkefnið er unnið af FÓLK Reykjavík í samstarfi við KoiKoi, Undireins og Shopify. Í myndbandinu sjáum við hvernig þetta virkar fyrir sig. Þegar búið er að velja vöruna þarf að hreyfa símann svo að hann skynji rýmið. Nokkrum sekúndum seinna birtist varan og hægt er að hreyfa hana til - og sjá hvort hún passi inn í rýmið. Með þessu er fyrirtækið að bregðast við nýjum viðskipavenjum í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Fólk á erfiðara með að fara í verslun. Það hefur líka kannski minni áhuga á því það vill ekki smitast, það er að huga að sóttvörnum. Þannig með þessari síðu getur þú bara farið inn í gegnum iphone þinn. Kikkað á þá vöru sem þig langar að skoða og svo bara mátað hana inn,“ sagði Ragna Sara. Nýjungin virkar einungis í gegnum iphone síma en stefnt er á að gera hana aðgengilega í gegnum aðrar tegundir síma. „Eina sem við getum ekki boðið upp á, það er að snerta vöruna og koma við áferðina og slíkt. En þú getur vissulega séð stærðina, lengdina útlitið og hvernig þetta passar við annað heima hjá þér,“ sagði Ragna Sara. Síðan opnaði í dag og segist hún spennt fyrir viðbrögðum neytenda. Samkvæmt alþjóðlegum gögnum frá Shopify eykur þrívídd og aukinn veruleiki líkur á kaupum á vöru umtalsvert. „Það er mjög áhugavert að sjá hvernig faraldur kórónuveirunnar hefur farið með fyrirtæki og fyrirtækjarekstur. Við vorum í samtali við bæði þekkta verslunarkeðju erlendis og stóra vefverslun erlendis á sama tíma. Verslunarkeðjan lokaði samningum og sagði okkur að bíða í ár á meðan við kláruðum samningana við vefverslunina.“ Vefverslun hafi aukist gríðarlega að sögn Rögnu Söru. „Það er talað um að í Bandaríkjunum hafi vefverslun aukist jafn mikið á síðustu mánuðum og hún hefur gert á síðustu fimm til tíu árum. Það eru því gríðarlega hraðar breytingar að eiga sér stað núna og við erum afar þakklát að hafa samstarfsaðila hér á Íslandi sem geta hjálpað okkur að nýta þetta tækifæri sem felst í þessari krísu,“ sagði Ragna Sara.
Verslun Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira