Innlent

Há vatns­staða í mörgum ám og lækjum

Atli Ísleifsson skrifar
Bíl Hjálparsveitar skáta í Kópavogi í Kaldaklofskvísl fyrr í sumar.
Bíl Hjálparsveitar skáta í Kópavogi í Kaldaklofskvísl fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm

Vatnsstaða er nú há í mörgum ám og lækjum á landinu vegna rigningatíðar undanfarinna daga.

Á vef Veðurstofunnar segir að spáð sé talsverðri úrkomu með auknu afrennsli víða um land í dag, sunnudag.

Sé ferðafólk til að mynda á hálendinu, Snæfellsnesi, Suðurlandi, Suðausturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum beðið um að sýna sérstaka aðgát við vatnsföll og vöð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.