Innlent

Há vatns­staða í mörgum ám og lækjum

Atli Ísleifsson skrifar
Bíl Hjálparsveitar skáta í Kópavogi í Kaldaklofskvísl fyrr í sumar.
Bíl Hjálparsveitar skáta í Kópavogi í Kaldaklofskvísl fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm

Vatnsstaða er nú há í mörgum ám og lækjum á landinu vegna rigningatíðar undanfarinna daga.

Á vef Veðurstofunnar segir að spáð sé talsverðri úrkomu með auknu afrennsli víða um land í dag, sunnudag.

Sé ferðafólk til að mynda á hálendinu, Snæfellsnesi, Suðurlandi, Suðausturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum beðið um að sýna sérstaka aðgát við vatnsföll og vöð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×