Fótbolti

Arnór kom inná í sigri CSKA

Ísak Hallmundarson skrifar
CSKA byrjar á sigri.
CSKA byrjar á sigri. getty/Anton Novoderezhkin

Rússneska úrvalsdeildin hófst á ný í dag eftir stutt hlé. Íslendingalið CSKA Moscow vann sigur á nýliðum FC Khimki í opnunarleik mótsins.

Arnór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá CSKA en Hörður Björgvin Magnússon var ekki í hóp. 

Konstantin Kuchaev kom CSKA yfir á 18. mínútu leiksins og rússneski landsliðsmaðurinn Alan Dzagoev tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik.

Arnór kom inná fyrir Dzagoev á 54. mínútu leiksins en fleiri mörk voru ekki skoruð, lokatölur 2-0 Moskvuliðinu í vil og góður sigur í fyrsta leik mótsins staðreynd. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.