Innlent

Einn smitaður af kórónu­veirunni í Vest­manna­eyjum og 75 í sótt­kví

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm

Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með kórónuveiruna og er nú kominn í einangrun. Viðkomandi var í sóttkví þegar hann greindist. 75 eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Greint var frá því í gær að sex einstaklingar, sem búa á höfuðborgarsvæðinu, hefðu greinst með kórónuveiruna eftir að hafa heimsótt Vestmannaeyjar yfir verslunarmannahelgina. Einn þessara sex, karl á fertugsaldri, er í öndunarvél á gjörgæslu.

Íslensk erfðagreining mun standa fyrir skimun í Vestmannaeyjum á mánudag til að kanna útbreiðslu veirunnar þar.

Þrír greindust með veiruna innanlands í gær, þar af voru tveir í sóttkví. Fjórir greindust á landamærunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×