Innlent

Fá­menn kerta­fleytingar­at­höfn sýnd á netinu

Sylvía Hall skrifar
Frá kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba árásanna á Hírosíma og Nagasakí.
Frá kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba árásanna á Hírosíma og Nagasakí.

Sjötíu og fimm ár eru liðin í dag frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgina Híróshíma. Á annað hundrað þúsund fórst í árásinni sem var gerð á lokadögum síðari heimsstyrjaldar.

Árleg kertafleyting til að minnast fórnarlamba árásanna hefur farið fram við Reykjavíkurtjörn en í ár verður hún með breyttu sniði vegna samkomutakmarkanna í samfélaginu. Þess í stað komu nokkrir friðarsinnar saman í gærkvöldi og fleyttu kertum á tjörninni.

Sú athöfn var tekin upp og verður hún sýnd á netinu í kvöld. Hægt er að horfa á kertafleytinguna og ræðuhöldin hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.