Innlent

Árleg kertafleyting við Tjörnina færist á netið

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba árásanna á Hírosíma og Nagasakí.
Frá kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba árásanna á Hírosíma og Nagasakí.

Ekki verður af árlegri kertafleytingu við Reykjavíkurtjörn til þess að minnast fórnarlamba kjarnorkuárása Bandaríkjanna á Japan vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Þess í stað ætla aðstandendur viðburðarins taka upp fámennari atburð og streyma á netinu.

Fórnarlamba kjarnorkusprengna Bandaríkjamanna í japönsku borgunum Hírósíma og Nagasaki hefur verið minnst með kertafleytingu við Tjörnina frá árinu 1985.

Samstarfshópur friðarhreyfinga sem stendur að viðburðinum segir nú að í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu sé ekki unnt að halda kertafleytinguna með hefðbundnum hætti í ár vegna fjöldatakmarkana. Nýja og hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins taka gildi á hádegi í dag.

„Þess í stað hefur Samstarfshópur friðarhreyfinga ákveðið að haldin verði táknræn aðgerð þar sem fáeinir friðarsinnar koma saman, sem verði tekin upp og streymt á netinu að kvöldi 6. ágúst. Upptakan mun hins vegar fara fram klukkan ellefu að kvöldi hins 5. ágúst, um sama leyti og Hírósímasprengjan sprakk fyrir 75 árum,“ segir í tilkynningu frá Samstarfshópi friðarhreyfinga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×